Árshátíðarvikan - upplýsingar fyrir foreldra

í næstu viku er "árshátíðarvika" skólans. Þá verður skipulag skóladaganna öðruvísi en aðra daga. Yfirlit yfir skipulagið er á slóðinni hérna fyrir aftan: http://bit.ly/2n4QI88 . Það sem helst þarf að hafa í huga er:

  • Heimferð nemenda gæti eitthvað seinkað fimmtudaginn 1. febrúar vegna aðalæfingar árshátíðarinnar niðri í íþróttahúsi.
  • Þann dag koma nemendur aftur í skólann (skólaakstur) og eiga að vera komin í íþróttahúsið kl. 19:20
  • Nemendur 1.-6. bekkjar eru á balli til kl. 23:30 og það er ekki skóladagur hjá þeim daginn eftir, föstudaginn 2. febrúar. 
  • Nemendum í 7.-10. bekk sem það vilja býðst að gista í skólanum að árshátíð lokinni. ´
  • Það er skóladagur hjá nemendum 7.-10. bekkjar föstudaginn 2. febrúar. Þeir nýta daginn til að ganga frá eftir árshátiðina. 

Til að gera árshátíðina mögulega vantar okkur sjálfboðaliða úr hópi foreldra. Okkur vantar 6 foreldra til að vera með okkur Unnari og hluta þorrablótsnefndar við uppsetningu búnaðar þriðjudagskvöldið 30. janúar kl. 22-24. Okkur vantar líka fólk til að vera á vakt á balli nemenda. 

Ef þú getur lagt okkur lið vertu þá svo vænn að skrá þig á þessari slóð https://goo.gl/forms/LJ3PfqshpJQoNrbw1  fyrir lok vikunnar. Þá náum við að skipuleggja þetta og vera í sambandi við alla í síðasta lagi á þriðjudag í næstu viku