Skólaslit 2016

Þelamerkurskóla var slitið í Hlíðarbæ fimmtudaginn 2. júní. Að þessu sinni voru ellefu nemendur útskrifaðir frá skólanum. Veitt voru verðlaun fyrir hæsta meðlaeinkunn út úr 10. bekk. Þau verðlaun hlaut Ragnhildur Helga Kjartansdóttir. Einnig gaf danska sendiráðið danska orðabók fyrir hæstu einkunn í dönsku út úr 10. bekk. Þau verðlaun komu einnig í hlut Ragnhildar Helgu. Veitt voru verðlaun fyrir mestu framfarir í stærðfræði. Þau verðlaun fékk Ágúst Þór Þrastarson. Verðlaun fyrir hug og hæfni í verkgreinum hlutu Valdemar Árberg Ásmundsson í hönnun og smíðum og Sigrún Edda Bragadóttir í hannyrðum.

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Jónasarsetur veitti útskriftarnemendum skólans tvær viðurkenningar í minningu Jónasar Hallgrímssonar. Önnur verðlaunin er fyrir ígrundun og áhuga á viðfangsefnum í náttúruvísindum. Þá viðurkenningu hlaut Benjamín Hartvig Kristiansen. Fyrir að hafa vaxið í námi og sýnt markviss og öguð vinnubrögð í íslensku hlaut Freyja Vignisdóttir viðurkenningu.

Í gegnum tíðina höfum við einnig veitt hvatningar- og sólskinverðlaun skólans. Þau eru veitt nemendum sem hafa stundað nám sitt af jákvæðni og vinnusemi jafnt á hefðbundnum skóladögum sem á uppbrotsdögum ásamt því að sýna samnemendum sínum og starsfólki virðingu, hjálpsemi og þolinmæði. Að þessu sinni var það Þorsteinn Viðar Hannesson sem fékk þessi verðlaun.

Að lokum var íþróttamaður Þelamerkurskóla valinn. Að þessu sinni hlaut Ragnhildur Helga Kjartansdóttir þessi verðlaun fyrir afrek sín í íshokkí með Skautafélagi Akureyrar.

Viljum við nota þetta tækifæri og þakka nemendum okkar fyrir veturinn og vonum að þið eigið gott sumar í vændum. Hér má sjá myndir sem teknar voru á skólaslitunum.