Flott mæting og góð vinna

Ragnheiður Lilja á fundinum í gær
Ragnheiður Lilja á fundinum í gær

Meira en 90% nemenda áttu fulltrúa á fræðslu- og vinnufundinum í gærkvöldi um lestur og læsi til framtíðar. Í upphafi fundar fór Ingileif skólastjóri yfir tildrög og markmið fundarins. Glærurnar hennar er hægt að skoða hérna. Því næst var Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri með fræðsluerindi. Hérna eru glærurnar hennar.  Að loknu erindi Ragnheiðar Lilju skiptust foreldrar í hópa og ræddu og skráðu hugmyndir sínar. Spurningarnar sem lágu til grundvallar umræðunum voru: 

  • Hvað teljið þið að myndi hjálpa ykkur mest við að styðja við lestrarnám barnsins ykkar?
  • Hvernig upplýsingar um stöðu barnsins  ykkar í lestri teljið þið nýtast ykkar best til að styðja við lestrarnám þeirra?
  • Hvaða leiðir hafa reynst ykkur best heima fyrir, til að styðja við lestrarnám barna ykkar?
  • Hvernig sjáið þið fyrir ykkur hlutverk skóla annars vegar og heimila hins vegar þegar kemur að lestrarnámi barna og unglinga?
Umræðurnar voru líflegar og uppbyggilegar. Niðurstöður þeirra er hægt að skoða með því að smella hérna. Þær eru góð viðbót við áframhaldandi læsisvinnu í skólanum.