Fréttir

Lesum saman

Lesum saman er lestrarstund sem nemendur og starfsfólk skólans njóta saman einu sinnu í mánuði.
Lesa meira

Umsjónarkennarar við Þelamerkurskóla

Við Þelamerkurskóla eru lausar til umsóknar tvær stöður umsjónarkennara. Óskað er eftir að ráða skipulagða, sveigjanlega og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í teymi með öðrum kennurum. Í skólanum eru 100 nemendur. Á yngsta stigi verður frá haustinu 2024 einn bekkur í hverjum árgangi og í 5.-10. bekk er samkennsla tveggja árganga. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst, samvinnu, sveigjanleika og lausnamiðaðrar hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu, rafræna kennsluhætti og skapandi starf.
Lesa meira

Árshátíðin okkar

Það var mikið um dýrðir fimmtudaginn 21. mars þegar árshátíð Þelamerkurskóla fór fram.
Lesa meira

Árshátíð Þelamerkurskóla 2024

Árshátíð skólans verður haldin fimmtudaginn 21. mars 2024.
Lesa meira

Útivistardagur í Hlíðarfjalli 5. mars sl.

Útivistardagurinn okkar í Hlíðarfjalli þriðjudaginn 5. mars heppnaðist frábærlega.
Lesa meira

Skíðaskólinn okkar

Við fengum heldur betur frábært veður í Hlíðarfjalli í síðustu viku þegar árlegi skíðaskóli 1.-4. bekkjar fór fram.
Lesa meira

Sprengidagsgleðin 13. febrúar

Það var ansi kátt í skólanum í dag og mikil spenna í loftinu þegar alls kyns verur, dýr og persónur mættu í skólann í morgun.
Lesa meira

Öskudagsgrímur í sjónlistum

2. og 4 bekkur kynntust grímugerð víðsvegar að úr heiminum og útbjuggu sína eigin grímu.
Lesa meira

Þorrablót 1.-6. bekkjar

Þann 26.janúar síðastliðinn héldu nemendur 6. bekkjar í Þelamerkurskóla þorrablót og buðu nemendum í 1.-5.bekk á skemmtunina.
Lesa meira

Seinkun á skólabyrjun fimmtudaginn 25. jan. 2024

Nú gengur yfir rok hvellur af stærri gerðinni og komin er appelsínugul viðvörun fyrir okkar landssvæði. Vegna þessa verðum við að SEINKA SKÓLABYRJUN og gerum ráð fyrir að skólabílar fari af stað klukkan 10 að öllu óbreyttu. Þá á mesta rokið að vera farið austur yfir. EF breyting verður á, sendum við nýjan póst er nær dregur.
Lesa meira