Góður gestur í heimsókn

Í morgun kom góður gestur í heimsókn í skólann. Þetta var Martha VanderWolk sem er bandarískur barnakennari frá New Hampshire USA. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér íslenska skóla og skoða hverng staðið er að kennslu nemenda í litlum skólum. Hún fór inn í bekki og ræddi við nemendur og kennara. Einnig hafði hún mikin áhuga á útiskólakennslu og við vorum svo heppin að 1. - 2. bekkur var einmitt útí í Mörk að læra að búa til samlokur með Önnu Rós, Hilmari og Siggu. Þetta var bæði skemmtileg og lærdómsrík heimsókn.