Góður undirbúningur og viðrar vel

Bjarni segir frá ferðinni sinni upp á Hraundranga
Bjarni segir frá ferðinni sinni upp á Hraundranga

Í gær undirbjuggu nemendur og starfsmenn sig fyrir göngudag skólans. Þá skoðuðu nemendur gönguleiðina með kennurum sínum og veltu fyrir sér því sem vert er að huga að í gönguferðunum. Eftir morgunmat kynnti Bjarni Guðleifsson fyrir nemendum þá gönguferð í sveitarfélaginu sem er honum eftirminnilegust. Hann sagði þeim frá því þegar hann kleif Hraunsdrangann fyrir tveimur árum síðan. Einnig fengu nemendur að kynnast því hvað er í bakpoka Ingileifar þegar hún heldur á fjöll. Svo var auðvitað gefinn tími fyrir leiki og útveru, því í gær var veðrið eins og það best getur orðið hérna á Þelamörkinni. 

Gönguferðir dagsins verða eftirfarandi: 

  • 1.-4. bekkur munu skoða sig um að Gásum. Með þeim fara, Anna Rós, Jónína Sv., Berglind, Hilmar og Sigga Hrefna. Þetta er fjöruferð svo það er mikilvægt að vera í stígvélum. 
  • 5.-6. bekkur ganga frá skólanum að Krossastaðagili og skoða sig um þar. Nemendur ganga í gegnum skóginn ofan við skólann og suður hlíðina að Krossastöðum. Með þeim fara Hulda og Unnar. Muna að vera klædd eftir veðri og huga að því að það þarf að vaða yfir ána.
  • 7.-8. bekkur ganga að Hraunsvatni. Gengið verður frá Hrauni og að Hálsi það þýðir að vaða þarf yfir útfallið svo nemendur þurfa að hafa með sér skó sem þeir geta vaðið í ef þeir treysta sér ekki til að stikla yfir. Með þeim fara Jónína Ga., Gulla og Ingileif.
  • 9.-10. bekkur ganga á Staðarhnjúk. Með þeim fara Halla Björk, Íris og Inga.
Göngudagurinn telst langur dagur því skólabílar fara frá skólanum kl. 16:00. Áður en nemendur halda í gönguferðirnar fá þeir staðgóðan morgunmat í skólanum. Starfsfólk mötuneytis sér um að útbúa hlaðborð fyrir nemendur með smurðum tortillavefjum, brauðmeti, áleggi, kjúklingaleggjum, ávöxtum og drykkjum þar sem nemendur geta búið sér til nesti. Hægt verður að velja á milli safa eða kókómjólkur. 
 

5.-10. bekkur

Klukkan

Hvað

8:20-9:15

Morgunmatur og nestisgerð

9:30

Rútur fara frá skóla fyrir 7.-10. bekk

5.-6. bekkur leggja í ´ann frá skóla.

14:30

Áformað að koma heim að skóla.

14:30-16:00

Hressing, heitur pottur og sund í Jónasarlaug

 

1.-4. bekkur

Klukkan

Hvað

8:20-9:20

Með umsjónarkennara

9:20-10:00

Nestisgerð og kl. 10 fer rúta frá skóla. 

14:00

Áformað að koma heim að skóla.

14:00-16:00

Leikur, hressing, heitur pottur og sund í Jónasarlaug