Landsleikurinn ALLIR LESA

1. og 2. bekkur gerðu bækurnar klárar í dag
1. og 2. bekkur gerðu bækurnar klárar í dag

Allir lesa er landsleikur í lestri sem fer fram 17. október til 16. nóvember ár hvert og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu. Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbókina á vefnum allirlesa.is og taka þátt í leiknum með því að vera í ákveðnu liði. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Hvert lið velur liðsstjóra sem heldur utan um liðið og lestur þess. 

Það skiptir ekki máli hvernig bækur við lesum eða hvort við lesum prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók - allar tegundir bóka eru gjaldgengar í keppninni. Hér er átt við bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.

Á degi íslenskrar tungu verður svo uppskeruhátíð landsleiksins í Þelamerkurskóla.