Nýir kennarar næsta haust

Alls bárust skólanum sjö umsóknir um stöðu umsjónarkennara á unglingastigi til afleysinga fram til áramóta. Tveir drógu umsóknir sínar til baka. Af hinum fimm voru fjórir með kennsluréttindi og voru þeir allir teknir í viðtöl. Á þessa stöðu var Íris Berglind C. Jónasdóttir ráðin. Hún er með M.Ed próf í menntunarfræði til kennsluréttinda. Hún verður ein af þremur kennurum sem munu hafa umsjón með nemendum 7.-10. bekkjar næsta vetur. 

Fimm umsóknir bárust um hálfa stöðu íþróttakennara. Allir voru teknir í viðtöl. Fjórir þeirra voru með réttindi til að kenna íþróttir í grunnskóla. Í stöðuna var ráðinn Hilmar Trausti Arnarson. Hann er með M.Ed próf í heilsuþjálfun og kennslu og hefur á yfirstandandi skólaári starfað sem íþróttakennari við Ingunnarskóla í Reykjavík. 

Við bjóðum Írisi og Hilmar velkomin í hópinn.