Nýir vinaliðar

Í dag miðvikudaginn 17. september eru nýju vinaliðarnir á námskeiði inni á Akureyri. Þeir fóru strax í upphafi skóladagsins og koma aftur í kringum hádegið. Það verður spennandi að sjá hvort þeir læra einhverja nýja leiki sem þeir geta kennt á frímínútum á næstunni. 

Í frímínútum hafa vinaliðar umsjón með að koma leikjum og afþreyingu í gang og taka til eftir leikina. Nemandi sem er valinn til að gegna hlutverki Vinaliða starfar í hálft ár í senn. Vinaliðinn mætir einnig á fundi þar sem starfið í frímínútum er skipulagt og vangaveltur sem því tengjast eru ræddar. Hulda Arnsteinsdóttir umsjónarkennari 5.-6. bekkjar er verkefnisstjóri Vinaliðaverkefnisins í Þelamerkurskóla. 

Á þessari mynd má sjá alla nýju vinaliðana áður en þeir lögðu af stað í morgun.