Opið Legó-hús

Jóhann Breiðfjörð hjá Nýsköpun hefur verið í skólanum í dag og unnið með nemendum í Legó. Hann verður með opið hús í skólanum og heldur áfram að "kubba" með þeim. Allir nemendur í 5.-10. bekk eru velkomnir og líka þeir sem eldri eru. 

Jóhann verður með helgarnámskeið í Oddeyrarskóla á Akureyri. Hægt er að lesa um þau með því að smella hérna. Námskeiðin eru ætluð fyrir börn og foreldra því oft er það þannig að þeir sem eru fullorðnir hafa líka jafn gaman og gott af því að vinna með Legó-kubba. 

Eins og færslan af Facebook sýnir hérna fyrir neðan, þá voru nemendur niðursokknir í Legó-vinnuna í morgun.