Skógardagurinn mikli í dag - Það eru komnar myndir.

Frá Laugalandsskógi.
Frá Laugalandsskógi.

Á skógardeginum fara nemendur á milli fjögurra stöðva og fræðast um skóginn. Það er skógræktarfræðingur frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga sem sér um þá fræðslu. Jónína Sv., Anna Rós og Sigga sjá um fræðlsu um nærsveitina. Jógakennarinn Gerður og Inga sundkennari sjá um skógarjóga uppi í rjóðri. Á fjórðu og síðustu stöðinni verður ratleikur í umsjón Huldu, Hilmars, Höllu og Jónínu G. 

Deginum lýkur á planinu þar sem jólatrjáasalan fer venjulega fram. Þar munu Óli og Silla grilla hamborgara ofan í allan hópinn. 

Það er aldrei að vita nema skólinn sendi beint út frá Skógardeginum mikla. 

Myndir frá Skógardeginum. Fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.