Skólabílarnir fara af stað

Ljóst er að færð hefur spillst á skólasvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður mokstur langt kominn þegar skólabílarnir fara af stað.  

Þar sem veður og færð er ekki það sama á öllu skólasvæði Þelamerkurskóla og spár gera ráð fyrir því að veður muni versna með deginum biðjum við foreldra um að meta það hvort þeir senda börnin í skólann. Ef þeir velja að hafa börnin heima að láta skólabílstjórana vita og einnig að senda okkur línu í skólann. 

Skólastjórnendur munu fylgjast með veðri og færð og senda börnin fyrr heim ef útilitið gefur tilefni til þess. Þess vegna biðjum við foreldra um að fylgjast vel með miðlum skólans því þangað koma tilkynningar um skólahaldið. Einnig að hafa símana sína nálægt sér vegna þess að ef nemendur verða sendir fyrr heim fá allir foreldrar sms og hringt verður í foreldra nemenda 1.-4. bekkjar.