Takk fyrir komuna

Í dag buðu nemendur og kennarar til opinna kennslustunda. Foreldrar voru boðnir sérstaklega velkomnir. 

Í kennslustundunum kynntu nemendur marimba, verkfæri Google og nokkur vefsvæði og smáforrit sem eru nýtt í kennslu. Foreldrar komu kl. 12:15 og fengu kynningu hjá skólastjóra á rafrænum kennsluháttum og hvað það þýðir í raun að vera Google skóli. Síðan var boðið uppá súpu og brauð og klukkan 13:00 gátu foreldrar flakkað á milli skólastofa og fengið kynningar hjá nemendum. 

Hérna fyrir neðan er myndræn samantekt á kynningunni sem unnin var í forritinu Clips en nemendur úr 5.-7. bekk kynntu það í dag.