Uppbrotsdagar fyrir jól

Tónlistarskóli Eyjafjarðar sér okkur fyrir undirleik á jólasöng á sal. Við erum búin að syngja einu sinni á sal og eigum að minnsta kosti tvisvar sinnum í viðbót eftir að taka lagið saman, 15. og 18. desember. 

Fimmtudaginn 14. desember er laufabrauðsdagurinn og ef vel viðrar þann dag byrjum við daginn á því að fara upp í skóg með útikertin til að lýsa upp Álfaborgina. Þvínæst tekur dagskrá laufabrauðsdagsins við. Hún felst í því að nemendur fara á milli stöðva og skera laufabrauð, fara í jóga og dans ásamt því að spila og föndra. Hérna er hópaskipting dagsins og hérna er dagskráin með tímasetningum.  Þessi dagur endar á sundferð í Jónasarlaug og því þarf að muna eftir sundfötum. 

Föstudaginn 15. desember er opinn dagur. Þann dag eru opnar stofur með fjölbreyttum verkefnum og geta nemendur valið að hverju þeir vinna þennan dag. Hægt verður að fara í naglalökkun, hárgreiðslu, í slökun, í yndislestur og vísindastofu. Það verður líka hægt að lita, leira og kubba, mála piparkökur og fara í tæknismiðju. Hérna er dagskrá dagsins með tímasetningum.  

Mánudaginn 18. desember er smiðjudagur. Þann dag verða nokkrar smiðjur í boði fyrir nemendur eins og leiklistarsmiðja, íþróttasmiðja, sunsmiðja og það verður líka hægt að pússla og spila. Hérna er yfirlit yfir hvað verður í boði ásamt tímasetningum. 

Þriðjudaginn 19. desember er skautadagurinn. Þann dag fara allir nemendur og starfsmenn á skauta í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir hádegismat í skólanum verður svo boðið uppá jólabíó í nokkrum "sölum" í skólanum, popp og gosvatn. Hérna er dagskrá skautadagsins. 

Miðvikudaginn 20. desember eru litlu jólin.  Þau hefjast á morgunmat og síðan er haldið að Möðruvöllum. Eftir það er haldið í skólann þar sem tekur við dagskrá þar sem marimbasveit skólans kemur fram, stofujólum, hátíðarmat og jólaballi. Þessum degi lýkur klukkan 13. Hérna er dagskrá litlu jólanna. 

Skólinn hefst svo 3. janúar með samtalsdegi og kennt verður samkvæmt stundaskrá frá og með 4. janúar.