HHH

Ţelamerkurskóli vann á árum áđur ađ verkefni sem ađ öllu jöfnu gengur undir nafninu HHH. En há-in ţrjú standa fyrir hreyfingu, heilsu og hollustu. Markmiđ

Hreyfing, heilsa, hollusta

Þelamerkurskóli vann á árum áður að verkefni sem að öllu jöfnu gengur undir nafninu HHH. En há-in þrjú standa fyrir hreyfingu, heilsu og hollustu. Markmið HHH var í samvinnu við heimilin að stuðla að aukinni hreyfingu og bættu mataræði nemenda. Þróunarverkefnið Heilsueflandi grunnskóli hefur tekið við þessum markmiðum. Enn eru þó eftir hreyfistundir HHH-verkefnisins en þær eru eftir hádegið á föstudögum.

Grunn verkefnisins var að finna í rannsóknum sem sýna að offita barna og unglinga er að aukast víðast hvar í heiminum. Offita eykur verulega líkur á alvarlegum sjúkdómum og því er mikilvægt að sporna við þeirri þróun. Starfsmönnum skólans þótti við hæfi að nýta möguleikana sem umhverfi skólans gefur til að auka hreyfingu nemenda. Þessu til viðbótar var matseðill mötuneytis skólans látinn taka mið af markmiðum verkefnisins.

Framkvæmd verkefnisins miðaðist við að reynt var að hafa máltíðir mötuneytis sem fjölbreyttastar. Á hverjum degi er boðið er upp á grænmeti og ávexti. Einnig var hreyfistundum nemenda á stundatöflu fjölgað úr þremur í fimm kennslustundir. 

Svćđi

Ţelamerkurskóli

Laugalandi, 601 Akureyri  

Kennitala: 590974-0649

Tilkynningar um leyfi eđa veikindi nemenda: 460-1773 thelamork@thelamork.is
Skólastjóri: 460-1770
Ađst.skólastj. 460-1774
Kennarastofa 460-1772 

Velkomin í Ţelamerkurskóla

Þelamerkurskóli er grunnskóli í Hörgársveit. Þar starfa rúmlega 80 nemendur og 20 starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreyttar námsaðstæður, að stuðla að heilsueflingu og styrkja nemendalýðræði ásamt því að starfa í anda Grænfánaverkefnisins. Allir sem starfa í Þelamerkurskóla leggja sig fram um að viðhalda öruggum og jákvæðum skólabrag.