Innra mat

Í lögum um grunnskóla eru ákvćđi um sjálfsmat skóla og ţar kemur fram ađ hver skóli velur sjálfur ţćr ađferđir sem hann telur henta best. Ţelamerkurskóli

Innra mat

Í lögum um grunnskóla eru ákvæði um sjálfsmat skóla og þar kemur fram að hver skóli velur sjálfur þær aðferðir sem hann telur henta best. Þelamerkurskóli hefur valið að fara ekki í altækt sjálfsmat á hverju ári, heldur að skoða afmarkaða þætti skólastarfsins á hverju skólaári. 

Sjálfsmatsáætlun skólans er gerð til fjögurra ára í senn og endurskoðuð á hverju ári. Á hverju fjögurra ára tímabili er þess gætt að sem flestir þættir skólastarfsins séu metnir. Einnig er þess gætt að notast sé við fjölbreyttar matsaðferðir sem annað hvort ná til heilla hópa eða einstaklinga sem á einn eða annan hátt koma að skólastarfinu. Í því sambandi er átt við starfsmenn skólans, nemendur eða foreldra.

Það verður síðan í höndum kennara og skólastjóra að vinna að endurbótum í kjölfarið á samantek mats hvers skólaárs sem birtist að öllu jöfnu í sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir hvert skólaár fyrir sig. Í umbótastarfi skólans fá kennarar og skólastjórnendur til liðs við sig aðra starfsmenn, nemendur og foreldra þar sem það á við.

Gildandi sjálsmatsáætlun Þelamerkurskóla getur þú skoðað með því að smella hér.

Svćđi

Ţelamerkurskóli

Laugalandi, 601 Akureyri  

Kennitala: 590974-0649

Tilkynningar um leyfi eđa veikindi nemenda: 460-1773 thelamork@thelamork.is
Skólastjóri: 460-1770
Ađst.skólastj. 460-1774
Kennarastofa 460-1772 

Velkomin í Ţelamerkurskóla

Þelamerkurskóli er grunnskóli í Hörgársveit. Þar starfa rúmlega 80 nemendur og 20 starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreyttar námsaðstæður, að stuðla að heilsueflingu og styrkja nemendalýðræði ásamt því að starfa í anda Grænfánaverkefnisins. Allir sem starfa í Þelamerkurskóla leggja sig fram um að viðhalda öruggum og jákvæðum skólabrag.