Nemendalýđrćđi

Frá skólaárinu 2009-2010 hefur Ţelamerkurskóli unniđ ađ ţví ađ auka nemendalýđrćđi í skólanum. Haustiđ 2010 fékk hann styrk úr Sprotasjóđi, ţróunarsjóđi

Virkni og þátttaka

Frá skólaárinu 2009-2010 hefur Þelamerkurskóli unnið að því að auka nemendalýðræði í skólanum. Haustið 2010 fékk hann styrk úr Sprotasjóði, þróunarsjóði grunnskóla til að halda áfram með það verkefni sem kallað er Virkni og þátttaka. 

Markmið Virkni og þátttöku er að auka virkni, þátttöku og ábyrgð nemenda í starfi skólans. Verkefninu tilheyrir að búinn var til farvegur fyrir uppbyggilega umræðu um starfið sem á að verða til þess að nemendur sjái að umræða getur leitt til jákvæðra breytinga á umhverfi þeirra og aðstæðum.  

Í skólanum er litið svo á að bekkjarfundir hvers námshóps séu grasrót skólasamfélagsins og þar fari fram umræða sem eigi að skila sér í formleg ráð og nefndir þar sem nemendur eiga fulltrúa: mötuneytisráði, vallaráði, skólaráði, nemendaráði, stýrihópi Grænfánaverkefnisins og Heilsueflandi skóla.

Í Brot af því besta á vordögum 2011 gerðu skólastjórnendur upp starf vetrarins og hér er hægt að skoða kynningu þeirra.   

Verkefninu tilheyrir einnig að nemendur geti í auknum mæli haft áhrif á eigið nám. Og eru það áhersla skólaársins 2011-2012.

Svćđi

Ţelamerkurskóli

Laugalandi, 601 Akureyri  

Kennitala: 590974-0649

Tilkynningar um leyfi eđa veikindi nemenda: 460-1773 thelamork@thelamork.is
Skólastjóri: 460-1770
Ađst.skólastj. 460-1774
Kennarastofa 460-1772 

Velkomin í Ţelamerkurskóla

Þelamerkurskóli er grunnskóli í Hörgársveit. Þar starfa rúmlega 80 nemendur og 20 starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreyttar námsaðstæður, að stuðla að heilsueflingu og styrkja nemendalýðræði ásamt því að starfa í anda Grænfánaverkefnisins. Allir sem starfa í Þelamerkurskóla leggja sig fram um að viðhalda öruggum og jákvæðum skólabrag.