Fréttir

19.04.2024

Stóra upplestrarhátíð 7. bekkinga

Á þriðjudaginn var héldum við stóru upplestrarhátíð 7. bekkinga í Þelamerkurskóla. Nemendur 7. bekkjar hafa æft sig vel og það var unun að hlusta á þau flytja ljóð og sögu fyrir flottan áhorfendahóp, en hefð er fyrir því að allir nemendur skólans hlusti á upplesturinn. Sérvalin dómnefnd velur svo tvo nemendur sem keppa fyrir hönd skólans á Stóru upplestrarkeppninni fyrir skóla við Eyjafjörð, en hún verður haldin hátíðleg á þriðjudaginn kemur. Það voru þær Tinna Margrét Axelsdóttir og Ylva Sól Agnarsdóttir sem valdar voru sem fulltrúar Þelamerkurskóla og Rafael Hrafn Keel Kristjánsson verður þeirra varamaður.
19.04.2024

Lesum saman

Lesum saman er lestrarstund sem nemendur og starfsfólk skólans njóta saman einu sinnu í mánuði.
04.04.2024

Umsjónarkennarar við Þelamerkurskóla

Við Þelamerkurskóla eru lausar til umsóknar tvær stöður umsjónarkennara. Óskað er eftir að ráða skipulagða, sveigjanlega og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í teymi með öðrum kennurum. Í skólanum eru 100 nemendur. Á yngsta stigi verður frá haustinu 2024 einn bekkur í hverjum árgangi og í 5.-10. bekk er samkennsla tveggja árganga. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst, samvinnu, sveigjanleika og lausnamiðaðrar hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu, rafræna kennsluhætti og skapandi starf.