Fréttir

04.04.2024

Umsjónarkennarar við Þelamerkurskóla

Við Þelamerkurskóla eru lausar til umsóknar tvær stöður umsjónarkennara. Óskað er eftir að ráða skipulagða, sveigjanlega og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í teymi með öðrum kennurum. Í skólanum eru 100 nemendur. Á yngsta stigi verður frá haustinu 2024 einn bekkur í hverjum árgangi og í 5.-10. bekk er samkennsla tveggja árganga. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst, samvinnu, sveigjanleika og lausnamiðaðrar hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu, rafræna kennsluhætti og skapandi starf.
04.04.2024

Árshátíðin okkar

Það var mikið um dýrðir fimmtudaginn 21. mars þegar árshátíð Þelamerkurskóla fór fram.
15.03.2024

Árshátíð Þelamerkurskóla 2024

Árshátíð skólans verður haldin fimmtudaginn 21. mars 2024.