Nefndir og ráð

 

Félagslíf nemenda  nemendaráð, sjoppuráð, mötuneytisráð, íþróttaráð og umhverfisnefnd 

Í námskrá skólans er lögð áhersla á það að nemendur taki þátt í að móta eigið starfsumhverfi, félagslíf og menningarlíf. Nemendaráð starfar við skólann og er skipað fjórum nemendum úr 8.  - 10. bekk. Helstu verkefni nemendaráðs eru á vettvangi félagsmála og er skipulag félagsstarfsins á elsta stiginu að mestu í þeirra höndum.  Lögð verður áhersla á frumkvæði og markviss vinnubrögð, að fundir verði markvissir og skilvirkir.

Eftirtaldir nemendur skipa nemendaráð sem kosið er til eins árs í senn:  8. bekk,  9. bekk,  10. bekk og 10. bekk.

Verslunarstjórar Dúddabúðar. Verslunarstjórar sjá um innkaup fyrir sjoppuna og halda utan um rekstur hennar. Innkaup eru gerð í samráði við umsjónarmann félagslífs. Einnig er það á ábyrgð sjoppustjóra að skipuleggja vinnutöflu fyrir sjoppuna. Umsjónarkennarar bera ábyrgð á félagslífi sinna bekkja og koma til aðstoðarskólastjóra sinni áætlun um félagstarf fyrir síðasta kennarafund sem haldinn er í hverjum mánuði. Umsjónarmaður félagslífs 8. - 10. bekkjar er ________. _________ vinnur ásamt aðstoðarskólastjóra, nemendaráði og umsjónarkennurum að áætlunum um félagsstarf hvers mánaðar. Lögð er áhersla á það að bekkir vandi undirbúning skemmtana á vegum skólans. Fundir með nemendaráði eru haldnir reglulega. Um það sem viðkemur félagsstarfi fundar nemendaráð með umsjónarmanni félagaslífs í samráði við aðstoðarskólastjóra.

Umsjónarkennari 10. bekkjar er umsjónarmaður fjáröflunar og er ábyrg fyrir varðveislu ferðasjóðsins. Umsjónarkennari fer með skipulag fjáröflunar og vinnur í samráði við nemendur og foreldra.

Önnur ráð:

Mötuneytisráð:

Í því eiga sæti: Einn nemandi úr hverjum námshópi.                                                                                             Verkefni: Mötuneytisráð er ráðgefandi fyrir skólastjóra og matráð í málefnum mötuneytisins. Mötuneytisráð fundar einu sinni í mánuði með skólastjóra og matráði. Á fundinum er farið yfir matseðil liðins mánaðar og tillögu matráðs að matseðli næsta mánaðar. Þar eru einnig tekin til umfjöllunar önnur mál sem snerta málefni mötuneytisins.  

Vallaráð:

Í því eiga sæti einn nemandi úr hverjum námshópi: 

Íþróttaráð: Íþróttaráð er ráðgefandi fyrir aðstoðarskólastjóra og húsvörð í málefnum leikvallar, sparkvallar og körfuboltavallar. Íþróttaráð fundar a.m.k. þrisvar á skólaárinu. Í upphafi skólaársins til að skipta tímanum á sparkvellinum á milli námshópa, um miðjan vetur til að fara yfir skiptinguna og í lok skólaárs til að skrá hvort þörf er á breytingum fyrir næsta skólaár. Ráðið er einnig kallað saman ef leysa þarf mál eða ræða málefni sem snerta vellina á lóð skólans.  Íþróttaráð er kennurum og stjórnendum til ráðgjafar og aðstoðar við skipulag og framkvæmd á íþróttaviðburðum og útivistardögum á vegum skólans. Það fundar eftir þörfum, tímanlega fyrir íþróttaviðburði skólans. Íþróttakennarar skólans og stjórnendur eru umsjónarmenn íþróttaráðs.

Umhverfisnefnd: Hlutverk umhverfisnefndar er að huga að öllum þáttum sjálfbærni í skólanum og vinna áfram í anda grænfánaferkefnisins. 

Félagslíf 1. - 4. bekkjar: Félagslíf yngsta stigs byggist mikið á þátttöku foreldra og stendur og fellur með því hvernig til tekst að virkja þá.  Ein skipulögð dagskrá á vegum skólans verður annan hvern mánuð. Nemendum þessa stigs er einu sinni til tvisvar á skólaárinu boðið upp á leikrit frá farandleikhúsum auk ýmissa íþróttaviðburða.

Félagslíf 5. - 7. bekkjar:  Ein skipulögð dagskrá verður annan hvern mánuð hjá þessum bekkjum í vetur. . Félagslíf miðstigsins kallar á þátttöku foreldra í samvinnu við umsjónarkennara.


Félagslíf 8. - 10. bekkjar: Í vetur er skipulagður einn viðburður annan hvern mánuð.  SAM-skólaböll eru yfirleitt á föstudögum og standa frá kl. 20:00 -22:30. Skólaböll eru frá kl. 20:00 - 22:00

SAM-skólasamstarf. Samstarf SAM-skólanna verður með eftirtöldum hætti veturinn 2014 - 2015.

Föstudaginn 26. september og  verður SAM-skólagisting hjá 8. - 10. bekk í Valsárskóla. Farið verður á föstudeginum og komið heim um hádegisbil á laugardeginum.

Fimmtudaginn 16. október er SAM-skólaíþróttadagur hjá 5. - 7. bekk. Að þessu sinni er keppnin haldin í Þelamerkurskóla.

Föstudaginn 27. febrúar er SAM-skólaball hjá 8. - 10. bekk  í Grenivíkurskóla. Föstudaginn 17. apríl er SAM-skólaball hjá 8. - 10. bekk á Stórutjörnum.

Fimmtudaginn 21. ágúst verður haustþing starfsfólks SAM-skólanna í Stórutjarnarskóla. Dagskráin hefst klukkan 10.00 og lýkur kl. 14.00.

 SAM-skólaviðburðir eru eingöngu ætlaðir nemendum SAM-skólanna.

 Önnur ráð:

Foreldrafélg Þelamerkurskóla: Tilgangur foreldrafélagsins er fyrst og fremst það að tryggja sem best samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám og stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því t.d. að halda fræðslufundi um uppeldismál, að veita aðstoð og/eða eiga frumkvæði að skipulagi og starfi. Að styðja menningarlíf innan skólans s.s tónlist, danslist, bókmenntir og fl. Stjórn foreldrafélagsins skipa: Jóhanna Oddsdóttir, Vaka Sigurðardóttir, Jón Þór Benediktsson, Gunnlaug Ósk Sigurðardóttir og Eva María Ólafsdóttir.

Allir foreldrar barna í Þelamerkurskóla eru félagar í foreldrafélagi Þelamerkurskóla.  Stjórn  félagsins vonast til að eiga gott samstarf við áhugasama foreldra og starfsmenn skólans á komandi vetri.

 Fræðslunefnd Þelamerkurskóla

Eftirtaldir aðilar eru fulltrúar í fræðslunefnd skólans : Axel Grettisson, formaður, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir.

Fundarmenn voru ofantaldir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra eru í nefndinni Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri Álfasteini, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, Helga Jónsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jónína Sverrisdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla og sveitarstjóri Hörgársveitar.