Fréttir

19.06.2018

Nýtt útlit heimasíðu

Eftir skólaslit fékk heimasíða skólans nýtt útlit. Við tökum gjarnan á móti ábendingum um það sem betur má fara eftir flutninginn. Sendu okkur línu á thelamork@thelamork.is
19.06.2018

Duttum í lukkupottinn

Á vordögum auglýsti Tölvutek eftir skólum sem vildu þiggja 25 Acer Chromebook fartölvur að gjöf. Engin skilyrði voru sett fyrir gjöfinni önnur en að sækja um. Þelamerkurskóli var einn þeirra fimmtíu skóla sem sóttu um. Í síðustu viku fengum við svo tilkynningu um að Þelamerkurskóli hefði verið valinn sá skóli sem fengi tölvurnar að gjöf.
07.06.2018

Skólaslit Þelamerkurskóla skólaárið 2017 -2018

Þelamerkurskóla var slitið mánudaginn 3. júní í Hlíðarbæ. Að þessu sinni voru tíu nemendur útskrifaðir frá skólanum. Veitt voru verðlaun fyrir hæsta meðlaeinkunn út úr 10. bekk. Þau verðlaun hlaut Alma Ísfeld Ingvarsdóttir. Einnig gaf danska sendiráðið danska orðabók fyrir hæstu einkunn í dönsku út úr 10. bekk. Þau verðlaun komu einnig í hlut Ölmu Ísfeld. Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Jónasarsetur veita útskriftarnemendum skólans tvær viðurkenningar í minningu Jónasar Hallgrímssonar. Önnur er viðurkenning í náttúrufræði og hin í íslensku. Í ár fékk sami nemandi báðar viðurkenningarnar frá Menningarfélaginu og var það Anna Ágústa Bernharðsdóttir.