Útiskóli

Í Ţelamerkurskóla hefur veriđ hefđ fyrir útikennslu í tíu ár. Útikennsla er nám sem ađ mestu leyti fer fram utan hefđbundinnar skólastofu. Ađalmarkmiđ

Hefđ fyrir útikennslu

Í Þelamerkurskóla hefur verið hefð fyrir útikennslu í tíu ár.

Útikennsla er nám sem að mestu leyti fer fram utan hefðbundinnar skólastofu. Aðalmarkmið þessara kennslustunda er að gera nemendur læsa á umhverfi sitt, gefa nemendum tækifæri til að læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og auka tengsl þeirra við umhverfið. Einnig að vekja nemendur til umhugsunar um möguleikana sem finnast í nánasta umhverfi þeirra.

Í lok vorannar 2006 var ákveðið að nýta svæðið norðan Laugalands fyrir útiskólann. Skólaárin 2006-2007 og 2007-2008 var nemendum í 9. - 10. bekk boðið upp á val í útikennslu. Tilgangur þessa hóps var að vinna það verkefni að útbúa útikennslustofu fyrir skólann í skóginum norðan Laugalands. Fyrst var vinnan að grisja svæðið og gera það aðgengilegt. En á vorönn 2008 hófust nemendur 9. og 10. bekkjar handa við að undirbúa svæðið fyrir útinám. Þá voru byggð þar leiktæki, borð, eldstæði, kotra og svæðið var ræst fram til að þurrka það.

Svćđi

Ţelamerkurskóli

Laugalandi, 601 Akureyri  

Kennitala: 590974-0649

Tilkynningar um leyfi eđa veikindi nemenda: 460-1773 thelamork@thelamork.is
Skólastjóri: 460-1770
Ađst.skólastj. 460-1774
Kennarastofa 460-1772 

Velkomin í Ţelamerkurskóla

Þelamerkurskóli er grunnskóli í Hörgársveit. Þar starfa rúmlega 80 nemendur og 20 starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreyttar námsaðstæður, að stuðla að heilsueflingu og styrkja nemendalýðræði ásamt því að starfa í anda Grænfánaverkefnisins. Allir sem starfa í Þelamerkurskóla leggja sig fram um að viðhalda öruggum og jákvæðum skólabrag.