Grćnfáninn

Ţelamerkurskóli hefur lagt af stađ í undirbúning ađ flöggun Grćnfánans. Til ţess ađ svo geti orđiđ ţarf skólinn ađ stíga skrefin sjö sem sett hafa veriđ

Grćnfáninn

Ţelamerkurskóli hefur lagt af stađ í undirbúning ađ flöggun Grćnfánans. Til ţess ađ svo geti orđiđ ţarf skólinn ađ stíga skrefin sjö sem sett hafa veriđ fram af umsjónarmönnum verkefnisins á landsvísu. Af ţessum skrefum hefur skólinn stigiđ tvö ţeirra; ađ stofna umhverfisnefnd skólans og ađ meta stöđu umhverfismála skólans.

Verkefni umhverfisnefndar á vorönn 2008 er ađ taka saman stöđu umhverfismála skólans og ađ gera tillögur ađ verkefnum skólans til ađ bćta stöđuna. Grćnfánaverkefniđ hófst  formlega hér í skólanum haustiđ 2009.

En hvađ er Grćnfáninn, skóli á grćnni grein? Verkefniđ er alţjóđlegt og er tilgangurinn ađ auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Ţađ gerum viđ m.a. međ ţví ađ flokka allt rusliđ eftir okkur en í haust byrjuđum viđ á ţví ađ flokka rusl hér í skólanum.

Viđ höfum flokkunarstöđvar á 6 stöđum í skólanum og á hverri stöđ eru 7 endurvinnsludallar (sjá mynd); hvítur pappír/dagblöđ/tímarit, fernur og sléttur pappír, hart plast, lint plast, málmur, lífrćnn úrgangur og óflokkađ rusl. (Sjá hér)

Til ţess ađ fá ađ flagga Grćnfánanum ţurfum viđ ađ stíga skrefin 7 sem eru sérstök verkefni fyrir okkur til ađ auka ţekkingu okkar og vitund á umhverfismálum. Skrefin eru; ađ stofna umhverfisnefnd viđ skólann, mat á stöđu umhverfismála í skólanum, áćtlun um ađgerđir og markmiđ, eftirlit og endurmat áćtlunar, námsefnisgerđ og verkefni, upplýsa ađra og fá ađra međ, umhverfissáttmáli.

Skólaáriđ 2015 - 2016 var sú breyting gerđ ađ grćnfánaverkefniđ og verkefniđ heilsueflandi skóli voru tekin saman í einn hóp sem heitir Grćn heilsa. Ákveđiđ hefur veriđ ađ fundađ sé í Grćnni heilsu fyrsta ţriđjudag í hverjum mánuđi.

Í verkefninu Grćn heilsa eru: Unnar Eiríksson ritari, Sigríđur Guđmundsdóttir formađur, Sesselja Ingólfsdóttir fulltrúi starfsfólks, Sigríđur Hrefna Jósefsdóttir fulltrúi foreldra, Inga Sigrún Matthíasdóttir kennari, Hulda Arnsteinsdóttir kennari og fulltrúar nemenda sem eru Juliane, Linda, Heiđdís, Jónsteinn, Bjarni, Lára, Óli, Ester, Helgi Pétur og Kristín Ellý.

Verkefni grćnnar heilsu verđa tvíţćtt í vetur. Í fyrsta lagi eru ţetta ţessi hefđbundnu verkefni sen vinna ţarf og hins vegar ćtlar hópurinn ađ fara í verkefni tengd matarsóun. 

  • Fyrsta verkefniđ sem bíđur er myndaveggurinn okkar. Ţađ ţarf ađ yfirfara hann og fylgjast međ ţví ađ myndir af nemendum séu á réttum stađ. Ţessi myndaveggur hefur vakiđ mikla athygli hjá ţeim sem hafa heimsótt skólann og ţví er nauđsynlegt ađ hann sé í lagi. Ákveđiđ var á fundinum ađ Bjarni, Óli og Sigga Hrefna bćru ábyrgđ á veggnum.
  • Verkefni tvö er afmćlistréđ okkar. Ţađ ţarf ađ uppfćra ţađ og laga. Í ţessum hóp eru Hulda kennari, Ester og Heiđdís.
  • Verkefni ţrjú er sáttmálatréđ. Ţađ ţarf ađ setja ţađ upp á nýtt og laga. Á sáttmálatréđ eru reglur um heilsu og umhverfiđ sem allir eru sammála um. Í ţessum hóp eru Sigga G., Linda og Óli.
  • Verkefni fjögur er umhverfistaflan okkar. Í ţeim hóp eru Jónsteinn, Bjarni, og Heiđdís.
  • Verkefni fimm er upplýsingaskjárinn. Unnar verđur međ tilkynningar um grćna heilsu á honum.
  • Verkefni fimm er  moltutunnan. Umsjónarmenn eru Unnar og Jónsteinn.
  • Verkefni sex verđur međ hćsnarćktina. Umsjónarmenn eru Juliane, Linda, Sigga. 
  • Verkefni sjö er ađ búa til kynningarmyndband um flokkun og grćna heilsu. 
 

 

Skjal sem sýnir ađ Ţelamerkurskóli er skóli á grćnni grein.

Fundargerđ stýrihóps 14. október 2009

Fundargerđ stýrihóps 30. nóvember 2010

Fundargerđ stýrishóps 25. janúar 2011

Umhverfisskýrsla skólans

Fundargerđir skólársins 2012 - 2013

Fundargerđ umhverfisnefndar 10. september 2012

Fundargerđir umhverfisnefndar skólaáriđ 2013-2014

Fundargerđ stýrihóps 3. september 2013

 

Svćđi

Ţelamerkurskóli

Laugalandi, 601 Akureyri  

Kennitala: 590974-0649

Tilkynningar um leyfi eđa veikindi nemenda: 460-1773 thelamork@thelamork.is
Skólastjóri: 460-1770
Ađst.skólastj. 460-1774
Kennarastofa 460-1772 

Velkomin í Ţelamerkurskóla

Þelamerkurskóli er grunnskóli í Hörgársveit. Þar starfa rúmlega 80 nemendur og 20 starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreyttar námsaðstæður, að stuðla að heilsueflingu og styrkja nemendalýðræði ásamt því að starfa í anda Grænfánaverkefnisins. Allir sem starfa í Þelamerkurskóla leggja sig fram um að viðhalda öruggum og jákvæðum skólabrag.