Byrjendalćsi

Haustiđ 2010 varđ Ţelamerkurskóli ţátttakandi í verkefninu Byrjendalćsi. Skólaţróunarsviđ Háskólans á Akureyri sér um innleiđingu ţess og frćđslu. Ţađ eru

Byrjendalæsi

Haustið 2010 varð Þelamerkurskóli þátttakandi í verkefninu Byrjendalæsi. Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri sér um innleiðingu þess og fræðslu. Það eru umsjónarkennarar nemenda 1.-4 bekkjar og sérkennari skólans sem sækja þá fræðslu.

Markmið Byrjendalæsis er að þróa vinnubrögð í lestrarkennslu í 1. og 2. bekk með það fyrir augum að auka lestrarfærni nemenda. Vinnubrögð taka mið af kenningum um samvirkar aðferðir. Lögð er áhersla á að nemendur læri að lesa út frá merkingarbærum textum þar sem jöfnum höndum verður lögð áhersla á talmál og reynslu barnanna og textavinnu, samband stafs og hljóðs, sundurgreinandi og samtengjandi aðferðir. Jafnframt er lögð áhersla á aukinn orðaforða, lesskilning og ritun. Móðurmálsnám verður heildstætt að því leyti að öll vinna tengd lestri og ritun fellur undir vinnubrögð Byrjendalæsis.

Svćđi

Ţelamerkurskóli

Laugalandi, 601 Akureyri  

Kennitala: 590974-0649

Tilkynningar um leyfi eđa veikindi nemenda: 460-1773 thelamork@thelamork.is
Skólastjóri: 460-1770
Ađst.skólastj. 460-1774
Kennarastofa 460-1772 

Velkomin í Ţelamerkurskóla

Þelamerkurskóli er grunnskóli í Hörgársveit. Þar starfa rúmlega 80 nemendur og 20 starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreyttar námsaðstæður, að stuðla að heilsueflingu og styrkja nemendalýðræði ásamt því að starfa í anda Grænfánaverkefnisins. Allir sem starfa í Þelamerkurskóla leggja sig fram um að viðhalda öruggum og jákvæðum skólabrag.