Allir lesa

Í tilefni landsleiksins ALLIR LESA settu nemendurnir Óttar Orri og Magnþór upp „bókahillu“ við nýja innganginn í skólann, með hjálp Siggu iðjuþjálfa. Tilgangur hillunnar er sá að nemendur og starfsfólk skrifi niður á blað (eftirlíking af bókarkili) nafn bókar sem þau eru búin að lesa síðan landsleikurinn hófst, höfund, umsögn og stjörnugjöf og setja í fínu bókahilluna. Þannig gefum við hvert öðru t.d. hugmyndir að góðum bókum til að lesa og jafnframt er það hvatning fyrir okkur að klára bók til að geta sett miða í hilluna. Hér má sjá nokkrar myndir af „smíði“ bókahillunnar og þær bækur sem þátttakendur eru nú þegar búnir að lesa.