Árshátíðin okkar

1. og 2. bekkur var með ævintýrið um Pétur Pan.
1. og 2. bekkur var með ævintýrið um Pétur Pan.

Það var mikið um dýrðir fimmtudaginn 21. mars þegar árshátíð Þelamerkurskóla fór fram. Nemendur og starfsfólk höfðu í mörgu að snúast en fyrir utan að búa til atriðin, æfa þau, finna og útbúa leikmuni og græja búninga þurfti að breyta skólanum í kaffihús, gera íþróttahúsið árshátíðarhæft, setja upp sjoppu, miðasölu og margt fleira. Nemendur stóðu sig gríðarlega vel og erum við þakklát fyrir þeirra framlag og fjölda foreldra sem lögðu hönd á plóginn við að gera þennan dag að veruleika. 

Árshátíðardagurinn gekk mjög vel en eftir hádegismat og generalprufu gerðu nemendur og starfsfólks sig klárt fyrir gleðina sjálfa sem hófst kl. 16. Sýningin var frábær og sýndi okkur hversu hæfileikarík, skapandi og dugleg nemendur okkar eru. Við erum stolt af þeim og stolt af því að geta haldið svona frábæra sýningu. Takk kærlega fyrir komuna en myndir frá árshátíðardeginum má finna hér.