Íþróttaæfingar Smárans veturinn 2014-2015

Jæja krakkar, nú er komið að því að sprikla og hreyfa sig eftir ágæta pásu frá sumaræfingum Smárans. Íþróttatímarnir byrja mánudaginn 15. september. Æfingarnar á mán., þri. og fim verða strax eftir skóla í íþróttahúsinu á Þelamörk og standa til kl.15.50 en á fös. hefjast æfingarnar kl. 13 og standa til 14.20.

Frjálsar íþróttir/bandý verða á mánudögum. Þjálfari; Andri Fannar Gíslason.

Badmintonæfingar verða á þriðjudögum (árg. 2004 og eldri) og föstudögum (árg. 2003 og yngri). Þjálfarar; Ingólfur Ómar Valdimarsson og Kristján Jónsson.

Fótbolti verður á fimmtudögum. Þjálfari; Þórólfur Sveinsson.

Minnum ykkur á heimasíðu Smárans smarinn.umse.is en þar eru ýmsar upplýsingar um starfsemi ungmennafélagsins og fréttir því tengdu, auk þess sem við setjum þar inn tilkynningar til iðkenda.

Ennfremur viljum við benda á að UMSE er með samning við UFA þar sem þeir iðkendur okkar sem vilja æfa oftar í viku geta æft hjá UFA. Þessar æfingar eru eingöngu ætlaðar fyrir 11 ára og eldri. Hafa þarf samband við UFA og leiðbeina þeir ykkur með áframhaldið, t.d. varðandi æfingagjöld, tíma og fleira.