Jólamarkaðurinn er á morgun

Jólamarkaðurinn opnar kl. 15 og þar verða til sölu gripir úr smíðastofunni og myndmenntastofunni ásamt góðgæti sem nemendur hafa búið til. Einnig verður kaffihúsastemmning í mötuneytinu þar sem hægt verður að kaupa vöfflur með rjóma og heitt kakó. Jólamarkaðsdagurinn er skólavinadagur og fylgjast skólavinir að á markaðstímanum. 

Jólamarkaður skólans kemur í stað hefðbundins jólaföndurdags. Eins og í fyrra rennur allur ágóði af markaðnum og vöfflusölunni til UNICEF og verkefnisins Skóli í kassa. Hægt er að lesa um verkefnið á heimasíðu UNICEF. Hver kassi kostar 27. 709 kr. og í honum eru skólagögn fyrir 40 börn í neyðaraðstæðum. Á jólamarkaðnum safnaðist fyrir skólavörum fyrir 240 börn. Það verður spennandi að sjá hvað tekst að safna fyrir miklu í ár. 

Allt verður selt á hóflegu verði og allir eru velkomnir. Smelltu hérna og skoðaðu hvað verður í boði og verðið á því. 

Það borgar sig að koma snemma á markaðinn því að í fyrra seldist allt upp á skömmum tíma. 

Þar sem nemendur sjá um afgreiðslu á jólamarkaðnum telst jólamarkaðsdagurinn vera tvöfaldur skóladagur og því koma nemendur ekki heim fyrr en eftir að honum lýkur. Heimakstur verður kl. 17:00.