Öskudagsgleðin á sprengidag

9. og 10. bekkur söng lokaatriði söngkeppninnar
9. og 10. bekkur söng lokaatriði söngkeppninnar

Gleðin byrjaði formlega með því að nemendur gátu fengið aðstoð við málun, síðan var kötturinn sleginn úr tunnunni. Því næst hófst söngvakeppnin þar sem nokkur lið úr skólanum stigu á svið og sungu fyrir skólafélaga sína. Að lokinni verðlaunaafhendinu stjórnuðu nemendur úr elsta námshópi marseringu. 

Allir héldu svo heim á leið í vetrarleyfi. Hafið það sem best og sjáumst á mánudaginn. 

Hérna er hægt að skoða myndir frá deginum.