Samræmd próf og Samskólahittingur nemenda

Nemendur Samskólann hittast kl. 13:00 í matsal skólans og þar verður farið yfir skipulag dagsins. Eftir það taka við smiðjulotur til kl. 18:00. Allir nemendur komast í fjórar smiðjur. Ein þeirra verður "skyldusmiðja" en þar verður fjallað um skyndihjálp. Hinar smiðjurnar sem eru í boði eru:

  • Zumba
  • Eldhússmiðja með Óla
  • Fótbolti á sparkvellinum
  • Búa til leir og leira
  • Hár og förðun
  • FIFA 2015
  • Jóga
Milli kl. 18 og 19 er frjáls tími svo verður matur og kl. 20:15 til 22:00 er diskósund í Jónasarlaug. Einnig verður hægt að vara í pool, borðtennis, fótboltaspil og horfa á sjónvarpið á eftir hæð íþróttahússins. Eftir það er kvöldhressing og kvöldinu lýkur með kvöldvöku þar sem hver skóli sér um eitt til tvö atriði. 
 
Daginn eftir verður morgunmatur kl. 9:00 og nemendur halda heim kl. 10:00.