Skólaslit skólaársins 2013 - 2014

Skólaárinu 2013-2014 var slitið í Hlíðarbæ þriðjudaginn 3. júní. Þá fengu nemendur vitnisburði vetrarins, 9 nemendur 10. bekkjar voru brautskráðir og 8 nemendur 1. bekkjar voru boðnir velkomnir í skólann.

Veittar voru nokkrar viðurkenningar:

Fyrir bestan námsárangur í 10. bekk og hæstu einkunn í í dönsku: Þóra Björk Stefánsdóttir Fagraskógi.

Hvatningar- og sólskinsverðlaun skólans: Ólafur Snær Siggeirsson Klöppum og Jóel Björgvinsson Akureyri.

Fyrir hönnun og smíðar: Benedikt Sölvi Ingólfsson Þríhyrningi og Bjarki Jarl Haraldsson Dagverðareyri.

Íþróttamaður Þelamerkurskóla 2014: Helgi Pétur Davíðsson Kjarna.

Skólasetning skólaársins 2014- 2015 verður fimmtudaginn 21. ágúst kl. 16.00. Föstudagurinn 22. ágúst verður nýttur til nemendaviðtala og mánudaginn 25. ágúst förum við i gönguferðirnar 5.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á skólaslitunum.