Skólatöskudagur

Þann 30. sept. sl. var hinn árlegi Skólatöskudagur Iðjuþjálfafélags Íslands haldinn í skólanum, þar sem Sigga iðjuþjálfi og iðjuþjálfanemarnir Silja, Anna og Ellen gengu í bekki og ræddu við nemendur um notkun skólatöskunnar.

Iðjuþjálfar beina sjónum sínum m.a. að virkni og þátttöku barna í leik og starfi í hinu daglega lífi. Notkun skólatöskunnar er meðal þess sem horft er á og vilja iðjuþjálfar vekja nemendur, foreldra, sem og samfélagið í heild sinni, til umhugsunar um áhrif rangrar notkunar á líkamlega heilsu barna og ungmenna.  Að bera of þunga tösku, stilla hana vitlaust eða raða rangt í hana getur valdið því að nemendur fái verki í bakið, axlir, háls, finni fái dofa í höndum og að líkami þeirra verði stífur og stirður. Auk þess geta þessi einkenni verið upphaf að stoðkerfisvandamálum síðar á ævinni.

Nemendur voru mjög áhugasamir og tóku virkan þátt í fræðslunni með spurningum og skemmtilegum athugasemdum.