Duttum í lukkupottinn

Uppgötvun og aðdáun í forritunartíma.
Uppgötvun og aðdáun í forritunartíma.

Í síðustu viku tilkynnti Tölvutek á Facebook síðu sinni að Þelamerkurskóli hefði verið valinn úr hópi umsækjenda til að fá 25 Acer Chromebook fartölvur að gjöf. 

Nýju fartölvurnar munu gera það mögulegt að allir nemendur skólans hafa eina fartölvu til umráða á mann. Áður en skólinn fékk vélarnar 25 að gjöf höfðu nemendur 5.-10. bekkjar þegar eina vél á mann til umráða í skólanum. 

Á undanförnu einu og hálfa skólaári hafa kennarar og nemendur innleitt verkfæri Google í skólastarfinu með góðum árangri og mun gjöfin sannarlega flýta innleiðingunni og auka möguleika allra nemanda til að nýta sér tæknina við námið.