Sérstaða

 

Sérstaða Þelamerkurskóla byggir helst á aðstæðum hans og umhverfi. Fyrst ber að nefna fámenni hans sem gerir samgang milli árganga auðveldari en ella. Næst er það umhverfi skólans þar sem auðvelt er að koma útinámi fyrir með skóglendið ofan við skólann og ána neðan við hann. Síðast en ekki síst eru það nálægð skólans við íþróttamiðstöðina sem gerir honum kleift að bjóða nemendum uppá fleiri hreyfistundir en almennt gerist.