Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald.

Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndar­samfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.  Sjá nánar í Reglugerð um skólaráð við grunnskóla.

Í skólaráði Þelamerkurskóla skólaárið 2018-2019 sitja eftirfarandi fulltrúar:

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir                 skólastjóri

Margrét Magnúsdóttir                            fulltrúi kennara

Anna Rós Finnsdóttir                              fulltrúi kennara

Sigríður Hrefna Jósefsdóttir                   fulltrúi annars starfsfólks

Jóhanna María Oddsdóttir                     fulltrúi foreldra

Andrea Keel                                             fulltrúi foreldra

Anna Kristín Auðbjörnsdóttir                fulltrúi nemenda

Heiðdís Ósk Valdimarsdóttir                 fulltrúi nemenda