Félagsstörf nemenda

Í námskrá skólans er lögð áhersla á það að nemendur taki þátt í að móta eigið starfsumhverfi, félagslíf og menningarlíf. Nemendaráð starfar við skólann og er skipað fjórum nemendum úr 8.  - 10. bekk. Helstu verkefni nemendaráðs eru á vettvangi félagsmála og er skipulag félagsstarfsins á elsta stiginu að mestu í þeirra höndum.  Lögð verður áhersla á frumkvæði og markviss vinnubrögð, að fundir verði markvissir og skilvirkir.

Í skólanum er rekin nemendaverslun sem heitir Dúddabúð. 

Verslunarstjórar sjá um innkaup fyrir sjoppuna og halda utan um rekstur hennar. Innkaup eru gerð í samráði við umsjónarmann félagslífs. Einnig er það á ábyrgð sjoppustjóra að skipuleggja vinnutöflu fyrir sjoppuna.

Umsjónarkennarar  bera ábyrgð á félagslífi sinna bekkja og koma til aðstoðarskólastjóra sinni áætlun um félagstarf fyrir síðasta kennarafund sem haldinn er í hverjum mánuði.

Mötuneytisráð

Einn nemandi úr hverjum námshópi. Verkefni: Mötuneytisráð er ráðgefandi fyrir skólastjóra og matráð í málefnum mötuneytisins. Mötuneytisráð fundar einu sinni í mánuði með skólastjóra og matráði. Á fundinum er farið yfir matseðil liðins mánaðar og tillögu matráðs að matseðli næsta mánaðar. Þar eru einnig tekin til umfjöllunar önnur mál sem snerta málefni mötuneytisins.  

Íþróttaráð:

Í því eiga sæti eiga einn nemandi úr hverjum námshópi. 

Verkefni: Íþróttaráð er ráðgefandi fyrir aðstoðarskólastjóra og húsvörð í málefnum leikvallar, sparkvallar og körfuboltavallar. Íþróttaráð fundar a.m.k. þrisvar á skólaárinu. Í upphafi skólaársins til að skipta tímanum á sparkvellinum á milli námshópa, um miðjan vetur til að fara yfir skiptinguna og í lok skólaárs til að skrá hvort þörf er á breytingum fyrir næsta skólaár. Íþróttaráð er einnig kallað saman ef leysa þarf mál eða ræða málefni sem snerta vellina á lóð skólans. Miðað er við að funda einu sinni í mánuði.

Umhverfisnefnd: Tilgangurinn með umhverfisnefnd er að stuðla að því að unnið sé að umhverfismennt í Þelamerkurskóla. Nefndinni er ætlað að marka sefnu varðandi umhverfismennt og fylgjast með framkvæmd hennar. Einnig að kynna hana innan skólans og utan.  Að hausti setur nefndin sér markmið sem sérstaklega skal vinna að á skólaárinu og gerir nefndin áætlun um aðgerðir.                                       

Félagslíf skólans:

 1. - 4. bekkjar: Félagslíf yngsta stigs byggist mikið á þátttöku foreldra. Ein skipulögð dagskrá á vegum skólans verður annan hvern mánuð. Nemendum þessa stigs er einu sinni til tvisvar á skólaárinu boðið upp á leikrit frá farandleikhúsum auk ýmissa íþróttaviðburða.

5. - 7. bekkur: Ein skipulögð dagskrá verður annan hvern mánuð hjá þessum bekkjum í vetur.  Félagslíf miðstigsins kallar á þátttöku foreldra í samvinnu við umsjónarkennara.

8. - 10. bekkur: Í vetur er skipulagður einn viðburður annan hvern mánuð. Skólaböll og SAM-skólaböll og annað félagsstarf verður á föstudögum og stendur frá 20:00 -22:30. Opin hús eru þó frá kl. 20:00 - 22:00. Nemendur geta fengið leyfi hjá umsjónarmanni (þ.e. kennari sem er á vakt skv. dagskrá ÞMS)  til að bjóða vini með sér á ball eða opið hús sem haldið er í skólanum. Þeir gestir sem ekki hafa fengið leyfi hjá umsjónarmanni skemmtunarinnar fá ekki að fara inn á skemmtunina.

SAM-skólasamstarf: SAM-skólaviðburðir eru eingöngu ætlaðir nemendum SAM-skólanna.