Nefndir og ráð

Í skólanum er mikil áhersla lögð á að leitað sé eftir sjónarmiðum nemenda og þeir fái að taka þátt í ákvörðunartöku er að þeim snýr. Löng hefð er fyrir vikulegum bekkjarfundum í hverjum bekk þar sem nemendur fá tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar á lýðræðislegan hátt og vita í hvaða farveg óskir þeirra og athugasemdir fara. Auk þess eru við skólann starfandi hinar ýmsu nefndir og ráð sem nemendur eiga fulltrúa í, s.s. nemendaráð, heilsueflingarráð, sparkvalla- og belgjaráð, læsisráð, umhverfisráð og stýrihópar um jákvæðan aga og upplýsingatækni

Nemendaráð:  Nemendaráð er skipað fimm nemendum úr 7.  - 10. bekk. Helstu verkefni nemendaráðs eru að hafa fyrir hönd nemenda áhrif á starfsumhverfi, félagslíf og menningarlíf. Fundargerðir nemendaráðs.

Heilsueflingar- og mötuneytisráðÍ því eiga sæti einn nemandi úr hverjum námshópi. Ráðið er ráðgefandi fyrir skólastjóra og matráð í málefnum mötuneytisins auk þess sem það tekur þátt í hugmyndavinnu um heilsueflandi verkefni innan skólans. Fundargerðir.

Sparkvalla- og belgjaráðÍ því eiga sæti einn nemandi úr hverjum námshópi. Sparkvallaráð er ráðgefandi fyrir aðstoðarskólastjóra og húsvörð í málefnum leikvallar, sparkvallar, ærslabelgjar og körfuboltavallar. Sparkvallarráð fundar a.m.k. tvisvar á skólaárinu. Fundargerðir.

Í upphafi skólaársins til að skipta tímanum á sparkvellinum á milli námshópa, um miðjan vetur til að fara yfir skiptinguna og í lok skólaárs til að skrá hvort þörf er á breytingum fyrir næsta skólaár.

Ráðið er einnig kallað saman ef leysa þarf mál eða ræða málefni sem snerta vellina á lóð skólans. Umsjónarmaður sparkvallarráðs er Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri.

Læsisráð: Hlutverk læsisráðs er að taka þátt í hugmyndavinnu um lestarhvetjandi umhverfi og læsisátök af ýmsu tagi. Fundargerðir.

Umhverfisráð: Hlutverk umhverfisnefndar er að huga að öllum þáttum sjálfbærni í skólanum og vinna áfram í anda grænfánaferkefnisins. Formaður umhverfisnefndar er Sigríður Guðmundsdóttir. Fundargerðir.

Stýrihópur um jákvæðan aga:  Hlutverk stýrihóps um jákvæðan aga er að taka þátt í hugmyndavinnu um að halda hugmyndafræði um jákvæðan aga lifandi, stuðla að góðum samskiptum, framkvæma verkefni í tengslum við jákvæðan aga og halda stefnunni á lofti. Fundargerðir.

Stýrihópur um upplýsingatækni:  Hlutverk stýrihóps um upplýsingatækni er að koma að þróun upplýsingatækni í skólanum, rafrænna kennsluhátta, nýtingu tækja og tóla sem skólinn á og greina frekari þörf fyrir tæki og tól til fjölbreyttara náms. Fundargerðir.

Félagslíf 1. - 4. bekkjar: Félagslíf yngsta stigs byggist mikið á þátttöku foreldra og stendur og fellur með því hvernig til tekst að virkja þá.  Ein skipulögð dagskrá á vegum skólans verður annan hvern mánuð. Nemendum þessa stigs er einu sinni til tvisvar á skólaárinu boðið upp á leikrit frá farandleikhúsum auk ýmissa íþróttaviðburða.

Félagslíf 5. - 7. bekkjar:  Ein skipulögð dagskrá verður annan hvern mánuð hjá þessum bekkjum auk þess sem félagsmiðstöðin Kelikompan er hópnum opin tvisvar sinnum í mánuði. Félagslíf miðstigsins kallar á þátttöku foreldra í samvinnu við umsjónarkennara. 

Félagslíf 8. - 10. bekkjar: Með tilkomu félagsmiðstöðvarinnar Kelikompunnar hefur félagslíf hópsins að miklu leyti færst þangað. Félagsmiðstöðin er meðlimur í Samfés og tekur þátt í viðburðum á þeirra vegum.

Skólaferðalag 9.-10. bekkjar: Nemendur 9. og 10. bekkjar fara saman í skólaferðalag sem þýðir að slík ferð er farin annað hvert ár. Umsjónarkennarar hópsins eru umsjónaraðilar fjáröflunar fyrir ferðalagið og vinna að henni í samvinnu við nemendur og foreldra þeirra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir varðveislu ferðasjóðs.

Foreldrafélag Þelamerkurskóla: Tilgangur foreldrafélagsins er fyrst og fremst það að tryggja sem best samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám og stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því t.d. að halda fræðslufundi um uppeldismál, að veita aðstoð og/eða eiga frumkvæði að skipulagi og starfi. Allir foreldrar barna í Þelamerkurskóla eru félagar í foreldrafélagi Þelamerkurskóla.