Nefndir og ráð

Í skólanum er mikil áhersla lögð á að leitað sé eftir sjónarmiðum nemenda og þeir fái að taka þátt í ákvörðunartöku er að þeim snýr. Löng hefð er fyrir vikulegum bekkjarfundum í hverjum bekk þar sem nemendur fá tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar á lýðræðislegan hátt og vita í hvaða farveg óskir þeirra og athugasemdir fara. Auk þess eru við skólann starfandi hinar ýmsu nefndir og ráð sem nemendur eiga fulltrúa í, s.s. nemendaráð, heilsueflingarráð, sparkvalla- og belgjaráð, læsisráð, umhverfisráð og stýrihópar um jákvæðan aga og upplýsingatækni. Fulltrúar nemenda í hverju ráði fyrir sig koma upplýsingum úr sínu ráði á framfæri með innleggi á bekkjarfundi í sínum hópi auk þess sem þeir hvetja samnemendur til að lesa fundargerðir sem hengdar eru upp á nemendagangi. Starfsáætlanir nefnda og ráða auk yfirlits yfir meðlimi er að finna ef smellt er á tiltekið ráð.

Nemendaráð:  Nemendaráð er skipað sex nemendum úr 5.  - 10. bekk. Helstu verkefni nemendaráðs eru að hafa fyrir hönd nemenda áhrif á starfsumhverfi, félagslíf og menningarlíf. Fundargerðir

Lög og reglur nemendaráðs.

Heilsueflingarráð: Í því eiga sæti einn nemandi úr hverjum námshópi. Ráðið er ráðgefandi fyrir skólastjóra og matráð í málefnum mötuneytisins auk þess sem það tekur þátt í hugmyndavinnu um heilsueflandi verkefni innan skólans. Sparkvalla-og belgjaráð er hluti af heilsueflingarráði. Fundargerðir

Læsisráð: Hlutverk læsisráðs er að taka þátt í hugmyndavinnu um lestarhvetjandi umhverfi og læsisátök af ýmsu tagi. Fundargerðir

Umhverfisráð: Hlutverk umhverfisnefndar er að huga að öllum þáttum sjálfbærni í skólanum og vinna áfram í anda grænfánaferkefnisins. Fundargerðir

Stýrihópur um jákvæðan aga:  Hlutverk stýrihóps um jákvæðan aga er að taka þátt í hugmyndavinnu um að halda hugmyndafræði um jákvæðan aga lifandi, stuðla að góðum samskiptum, framkvæma verkefni í tengslum við jákvæðan aga og halda stefnunni á lofti. Fundargerðir

Stýrihópur um upplýsingatækni:  Hlutverk stýrihóps um upplýsingatækni er að koma að þróun upplýsingatækni í skólanum, rafrænna kennsluhátta, nýtingu tækja og tóla sem skólinn á og greina frekari þörf fyrir tæki og tól til fjölbreyttara námsFundargerðir