Nefndir og ráð

       Félagslíf nemenda  nemendaráð, mötuneytisráð, íþróttaráð og umhverfisnefnd 

Í námskrá skólans er lögð áhersla á það að nemendur taki þátt í að móta eigið starfsumhverfi, félagslíf og menningarlíf. Nemendaráð starfar við skólann og er skipað fjórum nemendum úr 8.  - 10. bekk. Helstu verkefni nemendaráðs eru á vettvangi félagsmála. Nemendaráð sér um skipulag á SAM-skólaballi sem verður hér í Þelamerkurskóla miðvikudaginn 25. mars 2020. 

Umsjónarkennarar bera ábyrgð á félagslífi sinna bekkja og koma til aðstoðarskólastjóra sinni áætlun um félagstarf fyrir síðasta kennarafund sem haldinn er í hverjum mánuði.

Umsjónarkennari 10. bekkjar er umsjónarmaður fjáröflunar og er ábyrg fyrir varðveislu ferðasjóðsins. Umsjónarkennari fer með skipulag fjáröflunar og vinnur í samráði við nemendur og foreldra. 

Önnur ráð:

Mötuneytisráð: Í því eiga sæti einn nemandi úr hverjum námshópi. Mötuneytisráð er ráðgefandi fyrir skólastjóra og matráð í málefnum mötuneytisins.

Sparkvallaráð: Í því eiga sæti einn nemandi úr hverjum námshópi. Sparkvallaráð er ráðgefandi fyrir aðstoðarskólastjóra og húsvörð í málefnum leikvallar, sparkvallar og körfuboltavallar. Sparkvallarráð fundar a.m.k. tvisvar á skólaárinu.

Í upphafi skólaársins til að skipta tímanum á sparkvellinum á milli námshópa, um miðjan vetur til að fara yfir skiptinguna og í lok skólaárs til að skrá hvort þörf er á breytingum fyrir næsta skólaár.

Ráðið er einnig kallað saman ef leysa þarf mál eða ræða málefni sem snerta vellina á lóð skólans. Umsjónarmaður sparkvallarráðs er Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri.

Umhverfisnefnd: Hlutverk umhverfisnefndar er að huga að öllum þáttum sjálfbærni í skólanum og vinna áfram í anda grænfánaferkefnisins. Formaður umhverfisnefndar er Sigríður Guðmundsdóttir.

Félagslíf 1. - 4. bekkjar: Félagslíf yngsta stigs byggist mikið á þátttöku foreldra og stendur og fellur með því hvernig til tekst að virkja þá.  Ein skipulögð dagskrá á vegum skólans verður annan hvern mánuð. Nemendum þessa stigs er einu sinni til tvisvar á skólaárinu boðið upp á leikrit frá farandleikhúsum auk ýmissa íþróttaviðburða.

Félagslíf 5. - 7. bekkjar:  Ein skipulögð dagskrá verður annan hvern mánuð hjá þessum bekkjum í vetur. . Félagslíf miðstigsins kallar á þátttöku foreldra í samvinnu við umsjónarkennara.

Félagslíf 8. - 10. bekkjar: Í vetur er skipulagður einn viðburður annan hvern mánuð.  SAM-skólaböll eru yfirleitt á fimmtudögum eða föstudögum og standa frá kl. 20:00 -22:30. Skólaböll eru frá kl. 20:00 - 22:00

Foreldrafélag Þelamerkurskóla: Tilgangur foreldrafélagsins er fyrst og fremst það að tryggja sem best samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám og stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því t.d. að halda fræðslufundi um uppeldismál, að veita aðstoð og/eða eiga frumkvæði að skipulagi og starfi. Allir foreldrar barna í Þelamerkurskóla eru félagar í foreldrafélagi Þelamerkurskóla.  

Fræðslunefnd Þelamerkurskóla

Eftirtaldir aðilar eru fulltrúar í fræðslunefnd skólans :  María Albína Tryggvadóttir formaður, Vignir Sigurðsson og Eva María Ólafsdóttir. Varamenn eru Axel Grettisson, Garðar Lárusson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir.

Fundarmenn voru ofantaldir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra eru í nefndinni Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri Álfasteini, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, Helga Jónsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Hulda Arnsteinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla og sveitarstjóri Hörgársveitar.