Samskólarnir

Þelamerkurskóli er í skólasamstarfi sem nefnt er SAM-skólarnir.SAM-skólarnir eru auk Þelamerkurskóla, Valsárskóli, Grenivíkurskóli og Stórutjarnarskóli. Samstarf þetta hefur einkum falist í hinum svokölluðu SAM-skólaböllum, en það eru dansleikir fyrir nemendur 7. – 10. bekkjar í viðkomandi skólum. 

Einnig hafa verið haldnir sameiginlegir íþróttadagar fyrir eldri nemendur. Þar hefur nemendum skólanna verið blandað í lið til keppni, í stað þess að skólarnir keppi hver við annan. Tilgangur þessa er sá að efla með nemendum samkennd og kunningsskap, í stað þess að ala á sundurlyndi og samkeppni. 

Auk þess hafa kennarar skólanna fundað nokkuð reglulega þar sem þeir hafa miðlað reynslu og þekkingu hver til annars og hefur það m.a. orðið til þess að tengja skólana nánar saman. Í upphafi skólaárs standa skólarnir fyrir sameiginlegu námskeiði fyrir starfsfólk.

Þelamerkurskóli        Valsárskóli      Grenivíkurskóli      Stórutjarnarskóli

 Símanúmer SAM-skólanna eru:

Þelamerkurskóli - 460-1773

Valsárskóli - 462 3104

Grenivíkurskóli - 414 5413

Stórutjarnarskóli - 464 3221 / 464 3220