Fréttir

30.03.2021

Lausar stöður við Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli auglýsir laust starf aðstoðarskólastjóra sem og hálfa stöðu kennara í hönnun og smíði með tengingu við nýsköpun og tækni. Smellið á frétt til að sjá auglýsingarnar.
26.03.2021

GLEÐILEGA PÁSKA

Þelamerkurskóli óskar öllum nemendum, foreldrum og starfsfólki gleðilegra páska. Njótum samveru með innsta hring, förum varlega og pössum upp á sóttvarnir.
24.03.2021

Þelamerkurskóli lokaður frá og með deginum í dag og fram yfir páska

Skjótt skipast veður í lofti og við erum enn og aftur minnt rækilega á æðruleysið góða. Eins og flestir hafa eflaust séð í fjölmiðlum nú þegar, verður skólinn, sem og allir grunnskólar landsins, lokaður frá og með deginum í dag. Nemendur eru því allir komnir í páskafrí.