Fréttir

17.09.2021

Veiðiferð 9. - 10. bekkjar

Nemendur 9. og 10. bekkjar skelltu sér í veiðiferð í Hörgá á þriðjudaginn sl. Veðrið var alls konar og höfðu fiskarnir lítinn áhuga á önglunum. Þrátt fyrir enga veiði skemmtu allir sér konunglega og þökkum við aðstoðarfólkinu okkar, Helga, Svönu og Guðmundi, kærlega fyrir veitta aðstoð við að græja stangir og peppa okkur áfram í veiðinni.
11.09.2021

Útiskóli; stafavinna úr greinum og könglum, kartöfluuppskera og berjatínsla

Nemendur stunda nám mikið til úti við á góðviðrisdögum. Á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá 1.-2. bekkinga í stafavinnu í Mörkinni. Sjálfbærnimenntun á sér meðal annars stað í matjurtargarðinum sem nemendur bjuggu til í miðjum heimsfaraldri og eins lengi og uppskeran endist, sækja nemendur kartöflur út í kartöflugarð þá daga sem boðið er upp á kartöflur með hádegismatnum. Á myndahlekkjunum hér fyrir neðan má sjá skógar- og berjatínsluferð hjá 5.-6. bekkingum.
11.09.2021

5.-6. bekkur fóru í sjóferð á Húna

Á miðvikudaginn var fóru 5.-6. bekkur í árlega sjóferð með Húna. Frábært framtak í boði Hollvinasamtaka Húna. Nemendur fræðast um bátinn sjálfan, lífríki sjávar, veiða fisk, skoða fiskinn í bak og fyrir að innan sem að utan og fá að smakka hann þegar búið er að grilla um borð. Auk þess fá krakkarnir góða siglingu í fallegu umhverfi. Allir skemmtu sér konunglega og komu margs vísari heim.