Leyfi nemenda

Samkvæmt 19. gr. laga um grunnskóla bera foreldrar ábyrgð á því að börn þeirra sæki skóla.

Þurfi foreldrar að óska eftir leyfi frá skólagöngu fyrir börnin sín er hægt að sækja um það til umsjónarkennara ef um er að ræða einn eða tvo daga. Allt umfram það ber að sækja um hjá skólastjórnendum á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér.  Einnig má senda tölvupóst til stjórnenda þar sem allar sömu upplýsingar koma fram, þ.e. hvaða daga óskað er eftir leyfi og hver ástæða leyfisbeiðninnar er. Þetta fyrirkomulag er nokkuð samræmt í skólum landsins vegna skólaskyldu í landinu okkar. Mikilvægt er að huga vel að því hvernig námi nemenda skuli sinnt meðan þeir eru í leyfi og er gott að spjalla við umsjónarkennara eða skólastjórnendur um hvernig því skuli best háttað hverju sinni.

Veikindi ber að tilkynna með símtali eða tölvupósti til umsjónarkennara og/eða skólastjórnenda.