Fréttir

Jólaskautar og jólaföndur

Fimmtudaginn 18. desember var mikið um að vera hjá okkur
Lesa meira

Laufabrauð og jólakósí

Þriðjudaginn 16. desember áttum við frábæran dag í skólanum þar sem skólavinir skáru út laufabrauð saman ásamt nokkrum vinum okkur úr félagi eldri borgara í Hörgársveit.
Lesa meira

Íþróttadagur hjá 5.-10. bekk

Íþróttadagurinn mikli fór fram í fyrsta skipti á mánudaginn, 1. desember, hjá mið- og unglingastigi. Dagurinn var virkilega skemmtilegur, mikil spenna og fullt af stemmingu. Bekkirnir kepptu á móti hver öðrum og hafði hver bekkur sinn lit. Keppt var í snjógallaboðhlaupi, fótbolta, bandý og höfðingjaleik. Eðlilega var hart barist og mikið keppnisskap gerði vart við sig en að lokum voru allir vinir og fóru flestir glaðir heim.
Lesa meira

Vasaljós, kakó og lummur í útiskóla 3.-4. bekkjar

Hvað gæti mögulega verið betra á myrkum morgni í lok nóvember en að fara í ævintýraferð? Við í 3. og 4. bekk breyttum út af vananum og höfðum útiskólann í byrjun dags þegar myrkrið var sem mest og aðeins jólaljósin og snjórinn gáfu birtu. Við vorum sniðug og tókum með okkur vasaljós að heiman og fengum líka vasaljós í skólanum. Í útskóla byrjum við alltaf á því að fara í röð úti fyrir framan gluggann á stofu 3. bekkjar. Þegar við erum komin þangað skoðum við hvort öll hafi munað að klæða sig vel. Það er mjög mikilvægt að vera vel búinn í útiskóla. Þegar öll voru tilbúin kveiktum við á vasaljósunum og lögðum af stað út í Mörk en það er útiskólasvæðið okkar.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu hjá 1. bekk

Í tilefni af degi íslenskrar tungu gerðu nemendur í 1. bekk skemmtilegt verkefni þar sem unnið var með þrjú nýyrði Jónasar: sjónauki, skjaldbaka og þrælsterkur.
Lesa meira

Heilsa, réttindi og raddir barna

Velheppnaðri þemaviku lauk í dag með opnu húsi þar sem fjöldi fólks lagði leið sína í skólann til að skoða afrakstur þemavikunnar. Verkefnavinnan var fjölbreytt en þemavikan hafði yfirskriftina ,,Heilsa, réttindi og raddir barna." Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og grunnþættir menntunar voru hafðir að leiðarljósi í allri verkefnavinnu. Nemendur unnu verkefni í aldursblönduðum hópum, við vorum með vinabekkjadag og haldið var barnaþing.
Lesa meira

Opið hús í Þelamerkurskóla

Föstudaginn 14. nóvember verður opið hús í Þelamerkurskóla á milli kl. 11 og 12.
Lesa meira

Jólatrjáaleiðangur 1. og 2. bekkjar

Nemendur í 1. og 2. bekk nýttu góða veðrið og snjóleysið í að sækja tvö falleg jólatré fyrir skólann.
Lesa meira

Svakalega lestrarkeppnin

Nemendur í 1.-6. bekk tóku þátt í svakalegu lestrarkeppninni og stóðu sig frábærlega!
Lesa meira