Fréttir

Gaman í frímínútum

Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum bjóða nemendur í 5.-8. bekk upp á leiki í frímínútum.
Lesa meira

Húnaferð 5. og 6. bekkjar

Fimmtudaginn 7. september buðu Hollvinir Húna 5. og 6. bekk í siglingu á Húna II.
Lesa meira

Útivistardagurinn 5. september

Hinn árlegi útivistardagur var þriðjudaginn sl. þar sem nemendur og starfsfólk fóru í fjórar mismunandi ferðir.
Lesa meira

Auglýst er eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða kennara í stoðteymi skólans

Þelamerkurskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða kennara í 70-100% starf í stoðteymi skólans. Ráðið verður í stöðuna til tveggja ára með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu og skapandi starf. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.
Lesa meira

Innritun nýrra nemenda í skólann

Á neðangreindri slóð má finna upplýsingar um innritun nýrra nemenda við skólann.
Lesa meira

Árshátíð Þelamerkurskóla - upptaka

Upptaka af árshátíð Þelamerkurskóla 2023 er nú komin á heimasíðuna. Árshátíð 2023
Lesa meira

Vordagar - myndir

Á vordögum var margt skemmtilegt í gangi í skólanum og nemendur ljómuðu upp til hópa í fjölbreyttum verkefnum og leik. Í vorferðinni okkar fengum við dýrðlegt veður og nemendur nutu sín gríðarlega vel í sandkastalagerð í stórri fjöru, ljósmyndaratleik, safnaferð og sundi. Á Þelamerkurleikunum reyndu nemendur við ýmis verkefni, eins og að kasta stígvéli og bolta, stökkva langstökk, hlaupa tröppuhlaup eða bera brúsa í bændagöngu. Vorhátíðin okkar var svo lífleg og skemmtileg að vanda og lauk með skólaslitum, fyrst þeirra yngri og síðar um daginn þeirra eldri.
Lesa meira

Þroskaþjálfi við Þelamerkurskóla - auglýsing

Þelamerkurskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 70-100% starf í stoðteymi skólans. Ráðið verður í stöðuna til tveggja ára með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu og skapandi starf. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.
Lesa meira

50% starf skólaritara laust til umsóknar

Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar 50% staða skólaritara á skrifstofu skólans. Starfið felur í sér ýmis skrifstofustörf tengd skipulagi skólastarfs og þjónustu við nemendur. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu, rafræna kennsluhætti og skapandi starf.
Lesa meira

Laus staða umsjónarkennara á yngsta stigi

Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar staða umsjónarkennara á yngsta stigi. Óskað er eftir að ráða skipulagðan, sveigjanlegan og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í teymi með öðrum kennurum. Í skólanum verða frá haustinu 95 nemendur. Tveggja árganga samkennsla er frá 3. bekk og uppúr.
Lesa meira