Útiskóli

Í Þelamerkurskóla er áralöng hefð fyrir útikennslu.

Útiskóli

Útikennsla er nám sem að mestu leyti fer fram utan hefðbundinnar skólastofu og er hluti af stundatöflu nemenda í 1.-4. bekk í hverri viku. Í eldri bekkjum fléttast útikennsla saman við annað nám reglulega yfir skólaárið, eftir þemum, valgreinum og viðfangsefnum. 

Aðalmarkmið þessara kennslustunda er að gera nemendur læsa á umhverfi sitt, gefa nemendum tækifæri til að læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og auka tengsl þeirra við umhverfið. Einnig að vekja nemendur til umhugsunar um möguleikana sem finnast í nánasta umhverfi þeirra.

Gróðursetning

Mælingar í tilraunareitum í Námu

Matjurtargarður í vinnslu

Umhverfisdagur að vori, unnið í matjurtagarði og fleiru

Útiskóli 1.-2. bekkur, stafavinna og kartöflur teknar upp

Vistheimt, tilraunareitir settir upp í námu 2021

Gróðursetning og söfnun birkifræja

Íslenskuverkefni 

Fuglafóður í Mörk

Vasaljósaganga - míla

Útiskólasvæði í mótun

 

Útiskóli Þelamerkurskóla skiptist í þrjú þemu og innan hvers þema eru verkefni sem unnið er að yfir veturinn. Þemun eru hluti af hverri námsgrein, Grenndarkennsla og hreyfing er líka afþreying. Smelltu á hnappinn hér að neðan til þess að sjá kynningu á útiskólanum.

Kynning á útinámi í Þelamerkurskóla

Í stundaskrá nemenda 1.-4. bekkjar eru útiskóli fastur í stundaskrá einu sinni í viku. Þá fara nemendur ásamt kennurum í útiskóla í tvær kennslustundir. Aðrir námshópar koma útiskólanum fyrir miðað við viðfangsefni hverju sinni.

Eitt af verkefnum útiskólans innan þemans Hreyfing er líka afþreying er Skíðaskólinn fyrir 1.-4. bekk. Í maí 2017 fékk skólinn Foreldraverðlaun Heimilis og skóla fyrir það verkefni. Á vorráðstefnu Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri í maí 2018 var kynning á Skíðaskólanum og fyrir kynninguna var gert stöðumat á honum. Í stuttu máli má segja að Skíðaskólinn hafi náð markmiðum sínum og að nemendur og foreldrar séu vel meðvitaðir um markmið hans og framfarir nemenda.

Glærukynning frá málstofu í HA - 2018