Frístund

Í Þelamerkurskóla verður skv. ákvörðun sveitarstjórnar starfrækt frístund fyrir skráða nemendur í 1.-4. bekk á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Frístund er gæsla gegn gjaldi fyrir 1.-4. bekk að lokinni kennslu til kl 16:15 mánudaga og miðvikudaga og til kl. 15.00 á föstudögum. Góð aðstaða verður fyrir nemendur til að stunda fjölbreyttan leik og sköpun. Frístundin verður til húsa á neðstu hæð gömlu heimavistarbyggingarinnar. Foreldrar/forráðamenn sækja börnin við norðurinngang á þeirri álmu, keyrt niður afleggjarann að Laugalandi. 

Símanúmer í Frístund er 853-1771

Skipulag frístundar:

Hægt er að skrá barn í einn dag í viku, tvo daga eða alla þrjá. Verð miðast við daggjald. Skóla lýkur kl. 14.25 mánudaga - fimmtudaga og kl. 12.45 á föstudögum. Að skóla loknum byrja nemendur frístundar á að fá sér síðdegishressingu í matsal (hádegismat á föstudögum), taka svo með sér skólatösku, útiföt og útiskó og fara niður í frístund. Frístund er opin þá daga sem eru skilgreindir sem skóladagar skv. skóladagatali. Það þýðir að frístund er lokuð á starfsdögum og öðrum frídögum nemenda. 

Opnunartími:

Mánudagar kl. 14.20 - 16.15

Miðvikudagar kl. 14.20 - 16.15

Föstudagar kl. 12.45 - 15.00

Starfsfólk Frístundar eru stuðningsfulltrúar skólans, þau Kolbrún Eva og Sindri Snær. Yfirmaður frístundar er skólastjóri.

Daggjaldið er samtals kr. 600 og samanstendur af kr. 470 fyrir frístundina og kr. 130 fyrir síðdegishressingu. 

Nemandi er skráður fyrir eina önn í senn og foreldrar/forráðamenn skuldbinda sig þannig til að greiða fyrir alla önnina út frá fjölda skráðra daga. Reikningur berst í heimabanka mánaðarlega saman með reikningi fyrir fæðisgjald í skólanum. 

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn láti vita með tölvupósti eða símtali að morgni dags ef nemandi á EKKI að fara í frístund á skráðum degi en er samt í skólanum.

Fróðleikur um frístundastarf