Frístund

Skuldbinding.

Hægt er að skrá barn í allt frá einum og upp í fimm daga í viku. Verð miðast við daggjald. Skóla lýkur kl. 14.25 mánudaga - fimmtudaga og kl. 12.45 á föstudögum. Nemandi er skráður í eina önn í senn og foreldrar/forráðamenn skuldbinda sig þannig til að greiða fyrir alla önnina út frá fjölda skráðra daga. Reikningur berst í heimabanka mánaðarlega saman með reikningi fyrir fæðisgjald í skólanum. 

Gæslugjald á dag.            560 kr.

Síðdegishressing á dag.   155 kr.

Samtals dagurinn.             715 kr.