Heilsueflandi grunnskóli

Haustið 2011 varð Þelamerkurskóli formlega þátttakandi í verkefni Lýðheilsustöðvar Heilsueflandi skóli. Þetta verkefni rímar vel við sérkenni og áherslur skólans um heilsu, hollustu og hreyfingu (HHH verkefnið).  

HeilsaEitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er  að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins. Í heilsueflandi grunnskóla er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins: Nemendur, mataræði/tannheilsa, heimili, geðrækt, nærsamfélag, hreyfing/öryggi, lífsstíll og starfsfólk.

Markviss vinna við að setja heildræna stefnu fyrir heilsueflandi skólastarf í Þelamerkurskóla er þegar hafin og verður hægt að fylgjast með framvindu verkefnisins á heimasíðu skólans undir merkinu heilsueflandi grunnskóli. Byggt verður ofan á þann grunn sem þegar er til staðar í skólanum en markmið, stefna og starf skólans (HHH-verkefnið)  fellur að mörgu leyti vel að markmiðum og áherslum heilsueflandi skóla.

Á fyrsta ári verkefnisins var tíminn notaður til þess að skoða vel fæðið í skólanum og fræða um nauðsyn hreyfingar fyrir alla.