Samstarf

Engin stofnun getur haldið starfsemi sinni án samvinnu og tengsla við stofnanir, fyrirtæki eða frjáls félagasamtök í nágrenninu. Þelamerkurskóli leggur sig fram um að eiga í góðu samstarfi við aðila skólasamfélagsins, hvort heldur eru skólar á öðrum skólastigum, Ungmennafélag sveitarfélagsins, tónlistarskóli, félagsmiðstöð, íþróttamiðstöð, félagasamtök, fyrirtæki og menningarfélög.