Tónlistarskóli Eyjafjarðar

 

TónEyjafjarðar

Tónlistarskóli Eyjafjarðar

netfangið te@krummi.is

Símatími skólastjóra er á þriðjudögum milli kl. 11-12 í síma 464-8110

 

Í Tónlistarskóla Eyjafjarðar er boðið upp á kennslu á flest þau hefðbundnu hljóðfæri sem þekkjast. Undanfarin ár hefur verið forskóli í 1. til 3. bekk. 

Reynt er að tengja tónleikahald starfsemi grunnskólanna og er reiknað með að hver nemandi komi fram minnst tvisvar á hverjum vetri. Auk þess sem tekið er þátt í athöfnum í kirkjum á svæðinu auk margs annars. Kennslan miðast við að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og námsefnið þannig valið, að hver og einn geti leikið sjálfum sér og öðrum til ánægju og þroski jafnframt hæfileika sína og víkki sjóndeildarhringinn. 

Þeir kennarar frá Tónlistarskólanum sem kenna í Þelamerkurskóla í vetur eru: María Gunnarsdóttir forskólakennari, Marcin Lazarz fiðlukennari, Brynjólfur Brynjólfsson söngkennari og Þórarinn Stefánsson píanókennari. 

Skólastjóri er Eiríkur G. Stephensen. Sími skólans er 464 8110 og farsími skólastjóra er 898 6571.