Tónlistarskóli Eyjafjarðar

 

Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Netfang: te@krummi.is

Tónlistarskóli Eyjafjarðar býður upp á kennslu á flest þau hefðbundnu hljóðfæri sem kennd eru í tónlistarskólum. 

Langflestir nemendur sækja einkatíma sína á skólatíma en hóptíma eins og samspil, samsöng og tónfræði gæti þurft að sækja annað.  

Oft er reynt er að tengja tónleikahald starfsemi grunnskólanna. Hver kennari er með tónfundi á hvorri önn og skólinn er með jóla og vortónleika. Reiknað er með að hver nemandi komi fram minnst tvisvar á hverjum vetri. Auk þess tekur skólinn þátt í kirkjuathöfnum, árshátíð grunnskólans auk annara menningarviðburða sem til falla.
Kennslan miðast við að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og námsefnið þannig valið að hver og einn geti leikið sjálfum sér og öðrum til ánægju og þroski jafnframt hæfileika sína og víkki sjóndeildarhringinn. 

Þeir kennarar frá Tónlistarskólanum sem kenna í Þelamerkurskóla skólaárið 2022-2023 eru:

Erla Mist Magnúsdóttir tónmennt,

Guðlaugur Viktorsson kórstjórn,

Jón Þorsteinn Reynisson harmonikka og píanó,

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, píanó,

Sigurður H. Ingimarsson bassagítar.

Sóley Björk Einarsdóttir málmblásturshljóðfæri, 

 

Skólastjóri er Guðlaugur Viktorsson. te@krummi.is   

Sími skólans er 464 8110 og farsími skólastjóra er 898-0525.