Skólinn

Thelamork er fallegÞelamerkurskóli er grunnskóli fyrir 1. - 10. bekk og er staðsettur að Laugalandi í Hörgárbyggð. Nemendur skólans koma úr Hörgársveit og á skólaárinu 2019 - 2020 eru nemendur um 70. Skólinn telst meðal fámennra skóla og miðast samkennsla árganga við fimm námshópa. Skólinn var formlega stofnaður 5. desember 1963.

Skólinn er vel í sveit settur þegar litið er til staðsetningar og aðbúnaðar. Í því sambandi má nefna aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistar. Í gegnum tíðina hefur hvoru tveggja verið nýtt til að móta sérstöðu skólans; útiskólann og verkefnið Heilsueflandi skóli. Skólinn flaggaði Grænfánanum vorið 2009.

Uppbygging stundatöflu er á þann veg að kennsla hefst kl. 8:20 og þá er kennt í eina kennslustund. Frá kl. 9:00 - 9:20 er morgunverður og frímínútur. Nemendur þurfa ekki að fara út í þessum frímínútum. Síðan er kennt frá 9:20 til 10:00 og frá kl. 10:00 til 10:40. Þá er útivist allra nemenda í tuttugu mínútur.  Kennsla hefst síðan aftur kl. 11:00 og er kennt í tveimur lotum til kl. 12:20, þá er hádegisverður hjá öllum. Til að minnka örtröð og hávaða í matsalnum fara nemendur 1.-4. bekkjar aðeins fyrr í mat. Þá eru þeir búnir að koma sér fyrir við matarborðin þegar þeir eldri koma niður í matsal. Hádegishléi lýkur síðan kl. 12:45 og kennsla hefst að nýju. Þá er kennt í tveimur lotum til kl. 14:25. Kennslu lýkur kl. 14:25 alla daga nema föstudaga þá er heimferð nemenda kl. 13.00.

Stundaskrá skólans tekur mið af viðmiðunarstundaskrá. Allir eru þó jafnlengi í skólanum alla daga. Það þýðir að yngstu nemendurnir fá nokkuð fleiri stundir í skólanum en viðmiðunarstundaskrá gerir ráð fyrir. Þeir tímar eru nýttir til að fjölga hreyfistundum nemenda, til náms utandyra og söngstundum.