- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Við Þelamerkurskóla er starfrækt mötuneyti. Þar fá nemendur morgunverð eftir að fyrstu kennslustund lýkur, ávaxtahressingu kl. 10:40 og hádegisverð frá kl. 12:05 til 12.50. Í morgunmat á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum er morgunkorn og hafragrautur en á þriðjudögum og fimmtudögum er boðið upp á morgunkorn, hafragraut , brauð og hrökkbrauð.
Skólinn vinnur í anda Heilsueflandi skóla og áhersla er lögð á að nemendur fái hollan mat í skólanum. Alla daga er salatbarinn fullur af fersku og góðu grænmeti.
Matseðill mánaðarins er settur inn á heimasíðu um hver mánaðamót. Hann er settur saman af matartækni skólans. Mötuneytisráð skólans hefur einnig með matseðilinn að gera.
Fæðiskostnaður er gjaldfrjáls fyrir hvern dag.
Matartæknir er Svala Kristrún Stefánsdóttir og aðstoðarmatráður er Helga Steingrímsdóttir.