Grænfáninn

Skóli á grænni grein: 

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Þelamerkurskóli hefur flaggað grænfánanum í þrjú skipti.  Til þess þurfti skólinn að stíga skrefin sjö sem sett hafa verið fram af umsjónarmönnum verkefnisins á landsvísu.Viðurkenning á grænni grein

Verkefni umhverfisnefndar á vorönn 2008 er að taka saman stöðu umhverfismála skólans og að gera tillögur að verkefnum skólans til að bæta stöðuna. Grænfánaverkefnið hófst formlega hér í skólanum haustið 2009.

Skólaárið 2019-2020 eru helstu verkefni grænfánans m.a.  þátttaka í vistheimtarverkefni Landverndar sem og í alþjóðlegu Erasmusverkefni um lífbreytileika.

En hvað er Grænfáninn, skóli á grænni grein? Verkefnið er alþjóðlegt og er tilgangurinn að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Það gerum við m.a. með því að flokka allt ruslið eftir okkur.

Við höfum flokkunarstöðvar á 3 stöðum í skólanum og á hverri stöð eru 4 endurvinnsludallar; hvítur pappír/dagblöð/tímarit,fernur og sléttur pappír, plast, málmur, og óflokkað rusl

Til þess að fá að flagga Grænfánanum þarf að stíga skrefin 7 sem eru sérstök verkefni fyrir okkur til að auka þekkingu okkar og vitund á umhverfismálum. Skrefin eru; að stofna umhverfisnefnd við skólann, mat á stöðu umhverfismála í skólanum, áætlun um aðgerðir og markmið, eftirlit og endurmat áætlunar, námsefnisgerð og verkefni, upplýsa aðra og fá aðra með, umhverfissáttmáli.

Formaður grænfánaverkefnisins er  Sigríður Guðmundsdóttir 

 

 

 Heimasíða Grænfánans