Grænfáninn

Skóli á grænni grein: Þelamerkurskóli

Þelamerkurskóli hefur lagt af stað í undirbúning að flöggun Grænfánans. Til þess að svo geti orðið þarf skólinn að stíga skrefin sjö sem sett hafa verið fram af umsjónarmönnum verkefnisins á landsvísu. Af þessum skrefum hefur skólinn stigið tvö þeirra; að stofna umhverfisnefnd skólans og að meta stöðu umhverfismála skólans.Viðurkenning á grænni grein

Verkefni umhverfisnefndar á vorönn 2008 er að taka saman stöðu umhverfismála skólans og að gera tillögur að verkefnum skólans til að bæta stöðuna. Grænfánaverkefnið hófst  formlega hér í skólanum haustið 2009.

En hvað er Grænfáninn, skóli á grænni grein? Verkefnið er alþjóðlegt og er tilgangurinn að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Það gerum við m.a. með því að flokka allt ruslið eftir okkur en í haust byrjuðum við á því að flokka rusl hér í skólanum.

Við höfum flokkunarstöðvar á 6 stöðum í skólanum og á hverri stöð eru 7 endurvinnsludallar (sjá mynd); hvítur pappír/dagblöð/tímarit, fernur og sléttur pappír, hart plast, lint plast, málmur, lífrænn úrgangur og óflokkað rusl. (Sjá hér)

Til þess að fá að flagga Grænfánanum þurfum við að stíga skrefin 7 sem eru sérstök verkefni fyrir okkur til að auka þekkingu okkar og vitund á umhverfismálum. Skrefin eru; að stofna umhverfisnefnd við skólann, mat á stöðu umhverfismála í skólanum, áætlun um aðgerðir og markmið, eftirlit og endurmat áætlunar, námsefnisgerð og verkefni, upplýsa aðra og fá aðra með, umhverfissáttmáli.

Skólaárið 2015 - 2016 var sú breyting gerð að grænfánaverkefnið og verkefnið heilsueflandi skóli voru tekin saman í einn hóp sem heitir Græn heilsa. Ákveðið hefur verið að fundað sé í Grænni heilsu fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði.

Í verkefninu Græn heilsa eru: , Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Unnar Eiríksson ritari, Sigríður Hrefna Jósefsdóttir fulltrúi foreldra, Inga Sigrún Matthíasdóttir kennari, Hulda Arnsteinsdóttir kennari og fulltrúar nemenda sem eru Ylva, Efemía, Valdemar, Ester, Lilja, Jóhanna, Gunnar, Sóley, Heiðdís og Jósavin.

Verkefni grænnar heilsu verða tvíþætt í vetur. Í fyrsta lagi eru þetta þessi hefðbundnu verkefni sen vinna þarf og hins vegar ætlar hópurinn að fara í verkefni tengd matarsóun. 

  • Fyrsta verkefnið sem bíður er myndaveggurinn okkar. Það þarf að yfirfara hann og fylgjast með því að myndir af nemendum séu á réttum stað. Þessi myndaveggur hefur vakið mikla athygli hjá þeim sem hafa heimsótt skólann og því er nauðsynlegt að hann sé í lagi. Ákveðið var á fundinum að Bjarni, Óli og Sigga Hrefna bæru ábyrgð á veggnum.Grænfáninn
  • Verkefni tvö er afmælistréð okkar. Það þarf að uppfæra það og laga. Í þessum hóp eru Hulda kennari, Ester og Heiðdís.
  • Verkefni þrjú er sáttmálatréð. Það þarf að setja það upp á nýtt og laga. Á sáttmálatréð eru reglur um heilsu og umhverfið sem allir eru sammála um. Í þessum hóp eru Sigga G, Linda og Óli.
  • Verkefni fjögur er umhverfistaflan okkar. Í þeim hóp eru Jónsteinn, Bjarni, og Heiðdís.
  • Verkefni fimm er upplýsingaskjárinn. Unnar verður með tilkynningar um græna heilsu á honum.
  • Verkefni fimm er  moltutunnan. Umsjónarmenn eru Unnar og Jónsteinn.
  • Verkefni sex verður með hæsnaræktina. Umsjónarmenn eru Juliane, Linda, Sigga. 
  • Verkefni sjö er að búa til kynningarmyndband um flokkun og græna heilsu. 
 

 Heimasíða Grænfánans