Samstarf heimila og skóla

Foreldrafélagið

Tilgangur foreldrafélagsins er fyrst og fremst að tryggja sem best samband milli skólans og forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám og stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nemenda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því t.d. að halda fræðslufundi um uppeldismál, að veita aðstoð og/eða eiga frumkvæði að skipulagi og starfi. Að styðja menningarlíf innan skólans s.s tónlist, danslist, bókmenntir. 

Stjórn Foreldrafélags Þelamerkurskóla skipa: Jón Þór Benediktsson Ytri Bakka, Jóhanna María Oddsdóttir Dagverðareyri, Vaka Jónsdóttir Dagverðareyri, Gunnlaug Ósk Sigurðardóttir Þelamerkurskóla, Eva María Jónsdóttir Lönguhlíð.

Fulltrúi foreldra í fræðslunefnd Hörgársveitar er Eva María Ólafsdóttir og fulltrúar foreldra í skólaráði eru Bryndís Óskarsdóttir og Líney Emma Ólafsdóttir.

Allir foreldrar barna í Þelamerkurskóla eru félagar í foreldrafélagi skólans.

 

Opið hús - súpa og samtal

Í september á hverju hausti eru foreldrar og forráðamenn nemenda boðnir í skólann til að kynna sér starfið. Þá er opið hús í skólanum allan morguninn og foreldrum boðið boðið uppá súpu og brauð í hádeginu. Þetta fyrirkomulag á námsefniskynningu hefur mælst vel fyrir meðal foreldra og hafa margir heimsótt skólann á þessum tíma. 

Viðtöl við foreldra og nemendur

Yfirstandandi skólaár hófst á viðtölum umsjónarkennara við nemendur og foreldra. Markmið þess viðtals var að fara yfir námsstöðuna frá fyrra skólári og leggja línurnar um komandi skólaár (áform haustannar). 

Í október hafa umsjónarkennarar samband við foreldra til að kanna stöðuna á námi og líðan nemenda (kanna framvindu áformanna) . Foreldrar geta valið um það hvort viðtalið fer fram í skólanum eða í síma. Fyrir þessi viðtöl er ekki sérstakur viðtalsdagur. 

Í janúar er viðtalsdagur. Þá er farið yfir námsmat haustannar og sett markmið fyrir vorönnina (áform vorannar). 

Í lok febrúar og byrjun mars hafa umsjónarkennarar samband við foreldra til að kanna stöðuna á námi og líðan nemenda (kanna framvindu áformanna). 

Vikuleg fréttabréf

Umsjónarkennurum er ætlað að senda fréttabréf vikulega heim til nemenda. Í fréttabréfunum eiga að vera fréttir frá líðandi viku og áætlanir og viðburðir komandi viku.